PGA: Eru yfirvaraskegg að komast í tísku meðal kylfinga á PGA, eftir að Wagner vann Sony Open?
„Konan mín hatar það“ viðurkennir Montford Johnson Wagner talandi um yfirvaraskegg sitt… en bætir við að þykka, svarta yfirvaraskeggið hans fái að skreyta andlit hans fram á vor. „Ég ætla að vera með það til 1. apríl þegar ég spila á Masters,“ sagði Montford. „Yfirvaraskeggið fær að vera.“ Það er ekki mikil saga á bakvið skeggið. Montford rakaði sig bara ekki í kringum Þakkargjörðarhátíðina og sagði: „ég vildi ekki raka það í burtu vegna þess að ég hef aldrei verið með mikið skegg.“ Montford sagðist hafa rakað af sér alskeggið, en líkað við yfirvaraskeggið. „Ég hef þurft að koma mér upp þykkum skráp,“ sagði hann. „Vinir mínir í Charlotte eru Lesa meira
PGA: Singh og Sabbatini rífast vegna kaddý á Sony Open
Fyrsta fullmannaða mót PGA Tour mun ekki gleymast svo fljótt, en hvorki vegna gæða kylfinga sem þar tóku þátt né fyrir frægð þess sem vann, Johnson Wagner. Vijay Singh Vijay Singh, á myndinni og Rory Sabbatini voru að munnhöggvast á 3. hring Helgin byrjaði með því að Matt Every var efstur á skortöflu Sony Open og var með því að vonast eftir að „gras yxi“ yfir 3 mánaða brottrekstur hans fyrir 2 árum frá PGA, þegar hann var enn nýliði, vegna óíþróttamannlegrar hegðunar, þ.e. handtöku hans vegna vörslu fíkniefna…. Og helginni lauk með því að Vijay Singh, þrefaldur sigurvegari risamóta varð að bera af sér ásakanir um óíþróttamannslega framkomu. Á sunnudaginn Lesa meira
Q-school LET: Tinna á betra skori 2. dag – +3 yfir pari á Suður-vellinum
Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilaði á +3 yfir pari í dag á 2. degi lokaúrtökumóts fyrir Evrópumótaröð kvenna. Spilað var á Suður-vellinum, sem er par-73. Tinna byrjaði á 10. teig og fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 skramba og var á +2 yfir pari eftir fyrri 9. Á seinni 9 gekk Tinnu betur, hún fékk 2 skolla, á 2. og 9. braut og 1 fugl á 7. braut. Samtals er Tinna búin að spila á 152 höggum (76 76) eða +8 yfir pari og deilir sem stendur 79, sætinu. Tinna þarf að vinna upp 5 högg til þess að verða meðal efstu 50 eins og staðan er núna, en þannig hlýtur Lesa meira
Q-school LET: Tinna á +2 yfir pari eftir 9 holur á 2. hring.
Tinna Jóhannsdóttir, GK, hefir lokið við að spila 9 holur á Suður-velli La Manga í Murcia á Spáni, þar sem 2. dagur úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna fer fram. Tinna byrjaði á 10. teig og spilaði fyrstu 9 holurnar á +2 yfir pari. Hún fékk skolla á 10. brautina, tók það síðan aftur með fugli á 13. Síðan fékk Tinna skramba á par-4, 14. brautina og tók það strax aftur með fugli á 15. Því miður fékk Tinna annan skolla á 16. holu og því 2 fuglar, 2 skollar og 1 skrambi staðreynd á fyrri hluta 2. hrings Tinnu á Suður-vellinum. Það er vonandi að Tinnu gangi vel á seinni 9! Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Ásta Birna Magnúsdóttir, GK, f. 16. janúar 1988 og Kristján Þór Gunnarsson, GKG, f. 16. janúar 1958, en þau eiga 24 og 54 ára afmæli í dag! Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Stanley Frank Utley, 16. janúar 1962 (50 ára); Gail Graham, 16. janúar 1964 (48 ára); Lee McIntyre, 16. janúar 1972 (40 ára); Bradley Fred Adamonis 16. janúar 1973 (39 ára) og Jimmy Walker, 16. janúar 1979 (33 ára). Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Q-school LET: Sjarmadísin indverska Sharmila í efsta sæti eftir 1. dag
Það eru gleðifréttir að indverskir kvenkylfingar, sem ekki hafa átt marga fulltrúa á stærstu golfmótaröðum heims, skulu nú eignast jafnglæsilegan fulltrúa og Sharmilu Nicollet, sem aldeilis er að slá í gegn í Q-school LET. Eftir 1. dag lokaúrtökumótsins er sjarmadísin indverska í 1. sæti ásamt hinni hollensku Chrisje de Vries. Eftirfarandi grein um Sharmilu eftir greinarhöfund hefir áður birtst á iGolf 3. nóvember 2010, undir heitinu:„Hver er kylfingurinn: Sharmila Nicollet?“ en birtist hér uppfærð og að nokkru breytt: „Indverski kylfingurinn Sharmila Nicollet var ekki að flýta sér að eltast við draumana um að verða atvinnukylfingur. Þessi 19 ára stúlka (21 árs í dag, 2012) frá Bangalore gæti vel verið leikkona Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Johnson Wagner?
Hver er eiginlega kylfingurinn, sem vann Sony Open? Johnson Wagner? Hefir nokkur heyrt minnst á hann fyrr? Í úrslitagrein um Sony Open hér fyrr í dag á Golf 1 kom fram í viðtalsbroti við Johnson, að hann teldi sig fremur feiminn, með lítið sjálfstraust og hann hefði komið sjálfum sér á óvart hvað hann hefði verið orkumikill og fullur sjálfstrausts í upphafi árs, m.a. hefði hann montast við fjölskyldu og vini að hann myndi sigra snemma árs á PGA. Því er svo fyndið þegar leitað er heimilda um Johnson Wagner að fyrsta nafn hans er Montford! Montford Johnson Wagner fæddist 23. mars 1980 í Amarillo, Texas og er því 31 Lesa meira
Q-school LET: Viðtalið við Tinnu
Á heimasíðu Evrópumótaraðar kvenna, (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) er skemmtilegt viðtal við Tinnu Jóhannsdóttur, GK, sem nú keppir á lokaúrtökumóti LET í La Manga, Cartagena, í Murcia, á Spáni. Tinna er þar ein af 101 keppanda, sem freistar þess næstu 4 daga að ná einu af 30 efstu sætunum til þess að hljóta fullan keppnisrétt á LET, eða að öðrum kosti verða ein af þeim sem hljóta takmarkaðan spilarétt á LET. Fyrsta daginn (í gær) gekk ekki svo vel en nú er að sjá hvað Tinna gerir í framhaldinu. Í viðtalinu kemur m.a. fram að Tinna hafi æft af kappi í haust m.a. með þátttöku á Cactus Tour Lesa meira
PGA: Myndskeið: Hápunktar lokadags Sony Open og örn Keegan Bradley – Johnson Wagner sigraði!
Alltaf eru að koma fram „nýir“ kylfingar, sem sigra mót… og nú er Bandaríkjamaðurinn Johnson Wagner einn af þeim. Hann sigraði í nótt á Sopy Open í Hawaii. Sigurskor hans var upp á samtals -13 undir pari, þ.e. samtals 267 högg (68 66 66 67). Johnson hefir unnið meira en nokkru sinni að leik sínum í keppnisfríinu frá PGA og hefir misst 10 kíló. Hann lét sér vaxa yfirskegg og er kominn með þykkan skráp vegna viðbragða fólks við því. Og hann sagði fjölskyldu sinni og vinum frá því að hann myndi sigra snemma á árinu og spila á Masters. Og í nótt stóð Johnson Wagner við stóru orðin. Hann Lesa meira
Viðtalið: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.
Golfárið 2011 var frábært hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari í golfi: í holukeppni, höggleik og með sveit GR í sveitakeppni GSÍ, aðeins 18 ára gömul. Þar að auki varð hún í fyrsta sinn klúbbmeistari GR í kvennaflokki, enda í fyrsta skipti sem hún tók þátt í meistaramóti GR og eins sigraði hún höggleikinn í mörgum þeirra opnu móta sem hún tók þátt í, t.d. Opna Galvin Green kvennamótinu í Grafarholtinu, 19. júní 2011. Ólafía Þórunn er sem kunnugt er í einum besta golfháskóla í Bandaríkjunum, Wake Forest í Norður-Karólínu, þar sem margir af fremstu kylfingum Bandaríkjanna hafa stigið sín fyrstu skref til undirbúnings fyrir atvinnumennsku í Lesa meira









