
PGA: Singh og Sabbatini rífast vegna kaddý á Sony Open
Fyrsta fullmannaða mót PGA Tour mun ekki gleymast svo fljótt, en hvorki vegna gæða kylfinga sem þar tóku þátt né fyrir frægð þess sem vann, Johnson Wagner.
Vijay Singh
Vijay Singh, á myndinni og Rory Sabbatini voru að munnhöggvast á 3. hring
Helgin byrjaði með því að Matt Every var efstur á skortöflu Sony Open og var með því að vonast eftir að „gras yxi“ yfir 3 mánaða brottrekstur hans fyrir 2 árum frá PGA, þegar hann var enn nýliði, vegna óíþróttamannlegrar hegðunar, þ.e. handtöku hans vegna vörslu fíkniefna….
Og helginni lauk með því að Vijay Singh, þrefaldur sigurvegari risamóta varð að bera af sér ásakanir um óíþróttamannslega framkomu.
Á sunnudaginn spilaði Singh, 48 ára, með Seung-yul Noh, 20 ára frá Suður-Kóreu og lauk keppni á -2 undir pari, 68 höggum, án nokkurrar uppákomu. Það sama var ekki hægt að segja um 3. hringinn sem hann spilaði með Rory Sabbatini, sem lauk þannig að Sabbatini var að spá í að leggja fram formlega kæru á hendur Singh til PGA Tour vegna orðaskaks Singh við kaddý Sabbatini, Mick Doran.
Skv. sjálfboðaliðum sem sögðust hafa orðið vitni að atvikinu, blótaði Singh Doran eftir að missa 2 metra pútt á 1. holu á 3. hring og sagði að kaddýinn hefði hreyft sig. Þegar Sabbatini var að verja Doran, kastaði Singh ókvæðisorðum að honum nógu hátt að sjálfboðaliðarnir og áhorfendur heyrðu til. Singh og Sabbatini héldu áfram að munnhöggvast. Einn öryggis sjálfboðaliðinn, Alan Awana, sagði að hann hefði aldrei heyrt neitt þessu líkt á þeim 2 áratugum sem hann hefði unnið við mótið.
Mark Russell, varaforseti reglna, mótahalds og stjórnsýslu PGA Tour sagði að Sabbatini hefði kvartað undan hegðun Singh. Svar hans hefði verið að hann ætti að senda sér tölvupóst með „öllu sem hann vildi koma á framfæri“, en eftir að hafa ritað undir skorkort 3. hrings vildi Sabbatini ekki segja hvort hann ætlaði sér að gera það.
„Það er mál milli mín og PGA,“ sagði Sabbatini. Hann staðfesti það sem sjálfboðaliðarnir sögðust hafa heyrt og sagði: „Það eina sem ég sagði Vijay er að hvað sem hann hefði sagt við kaddýinn minn væri óviðeigandi. Ég stóð bara með kylfsveininum mínum, sem á ekki skilið að talað sé til hans svona.“
Vijay á hinn boginn lýsti því sem skeði sem „misskilningi“ og sagði:„Þetta er allt og sumt. Við erum svalir.“ (ens.: “That’s it. We’re cool.)
Sabbatini gerði hins vegar öllum ljóst að málinu væri ekki lokið af hans hálfu.
„Mér finnst alveg endilega að Vijay verði að tala við kaddýinn minn og leysa málið.“ sagði hann.
Þetta er í 2. skiptið á 2 vikum sem Doran er dreginn fram í kastljós fjölmiðla vegna óþægilegra atvika. Á Tournament of Champions, fékk vinnuveitandi hans Sabbatini 2 högga víti fyrir að koma of seint á teig. Doran tók á sig sökina sagði að úrið hans væri nokkrum mínútum á eftir, en Sabbatini gleymdi sér víst eitthvað á æfingasvæðinu.
Sabbatini, sem hefir gengist við því að hann eigi í erfiðleikum með eldfimt keppnisskap sitt, reifst líka við Sean O’Hair í fyrra á PGA móti í New Orleans.
Hann sendi O’Hair sms eftir á og bað hann að hringja í sig og í samtalinu baðst hann afsökunar. Þetta atvik sneri að sjálfboðaliða sem Sabbatini gerði lítið úr og var að hjálpa honum að finna bolta sinn og O´Hair mislíkaði.
Singh er einnig þekktur fyrir að vera hvefsinn við sjálfboðaliða og blaðamenn.
„Þessir strákar eru með mikið keppnisskap ,” sagði Russell. „Þeir eru ekki alltaf sammála um allt. En golfið er heiðursmannaíþrótt og því lítum við á hvert einstakt tilvik sem upp kemur.“
Heimild: The New York Times
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)