Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2012 | 13:30

Q-school LET: Tinna á +2 yfir pari eftir 9 holur á 2. hring.

Tinna Jóhannsdóttir, GK, hefir lokið við að spila 9 holur á Suður-velli La Manga í Murcia á Spáni, þar sem 2. dagur úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna fer fram.  Tinna byrjaði á 10. teig og spilaði fyrstu 9 holurnar á +2 yfir pari.

Hún fékk skolla á 10. brautina, tók það síðan aftur með fugli á 13. Síðan fékk Tinna skramba á par-4, 14. brautina og tók það strax aftur með fugli á 15. Því miður fékk Tinna annan skolla á 16. holu og því 2 fuglar, 2 skollar og 1 skrambi staðreynd á fyrri hluta 2. hrings Tinnu á Suður-vellinum.  Það er vonandi að Tinnu gangi vel á seinni 9!

Til þess að fylgjast með Tinnu á La Manga, smellið HÉR: 

.