Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2012 | 16:30

Q-school LET: Tinna á betra skori 2. dag – +3 yfir pari á Suður-vellinum

Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilaði á +3 yfir pari í dag á 2. degi lokaúrtökumóts fyrir Evrópumótaröð kvenna. Spilað var á Suður-vellinum, sem er par-73.

Tinna byrjaði á 10. teig og fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 skramba og var á +2 yfir pari eftir fyrri 9.  Á seinni 9 gekk Tinnu betur, hún fékk 2 skolla, á 2. og 9. braut og 1 fugl á 7. braut.  Samtals er Tinna búin að spila á 152 höggum (76 76) eða +8 yfir pari og deilir sem stendur 79, sætinu.

Tinna þarf að vinna upp 5 högg til þess að verða meðal efstu 50 eins og staðan er núna, en þannig hlýtur hún þátttökurétt á nokkrum mótum LET, sem gæti reynst dýrmætur stökkpallur inn á mótaröðina.

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á lokaúrtökumótinu í La Manga smellið HÉR: