
Hver er kylfingurinn: Johnson Wagner?
Hver er eiginlega kylfingurinn, sem vann Sony Open? Johnson Wagner? Hefir nokkur heyrt minnst á hann fyrr?
Í úrslitagrein um Sony Open hér fyrr í dag á Golf 1 kom fram í viðtalsbroti við Johnson, að hann teldi sig fremur feiminn, með lítið sjálfstraust og hann hefði komið sjálfum sér á óvart hvað hann hefði verið orkumikill og fullur sjálfstrausts í upphafi árs, m.a. hefði hann montast við fjölskyldu og vini að hann myndi sigra snemma árs á PGA.
Því er svo fyndið þegar leitað er heimilda um Johnson Wagner að fyrsta nafn hans er Montford!
Montford Johnson Wagner fæddist 23. mars 1980 í Amarillo, Texas og er því 31 ára. Hann er fremur hávaxinn, 1,91 metri á hæð og var 100 kg, en er að sögn búinn að létta sig um 10 kg. Á háskólaárum sínum var hann í Virgina Tech, en gerðist atvinnumaður í golfi að því loknu, fyrir 10 árum, árið 2002.
Johnson Wagner spilaði fyrst á Nationwide Tour árin 2003-2006 og fékk kortið sitt á PGA mótaröðina 2007, þegar hann varð í 2. sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar, 2006.
Árið 2008 sigraði Montford í fyrsta sinn á PGA á Shell Houston Open. Í sigurlaun hlaut hann m.a. boð á Masters og 2 ára undanþágu til að spila á PGA.
Árið 2010 varð Montford í 126. sæti á PGA Tour og rétt missti af því að endurnýja kortið sitt. Þann 27. febrúar 2011 vann hann Mayakoba Golf Classic í Riviera Maya-Cancun í umspili við Spencer Levin með pari á 1. holu og fékk við sigurinn aftur fullan þátttökurétt á PGA til ársins 2013.
Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2000 (Robert Allenby) sem kylfingur lauk keppnistímabili í 126. sæti á túrnum og sigraði síðan á næsta keppnistímabili.
Johnson sigraði í nótt (15. janúar 2012) Sony Open á Waialea í Hawaii, en auk digurs sigurtékka fékk hann framlengingu á keppnisrétti sínum á PGA mótaröðinni, út árið 2014.
Alls á Montford Johnson Wagner að baki 7 sigra, á mótum atvinnumanna í golfi.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða