Hver er kylfingurinn: Johnson Wagner?
Hver er eiginlega kylfingurinn, sem vann Sony Open? Johnson Wagner? Hefir nokkur heyrt minnst á hann fyrr?
Í úrslitagrein um Sony Open hér fyrr í dag á Golf 1 kom fram í viðtalsbroti við Johnson, að hann teldi sig fremur feiminn, með lítið sjálfstraust og hann hefði komið sjálfum sér á óvart hvað hann hefði verið orkumikill og fullur sjálfstrausts í upphafi árs, m.a. hefði hann montast við fjölskyldu og vini að hann myndi sigra snemma árs á PGA.
Því er svo fyndið þegar leitað er heimilda um Johnson Wagner að fyrsta nafn hans er Montford!
Montford Johnson Wagner fæddist 23. mars 1980 í Amarillo, Texas og er því 31 ára. Hann er fremur hávaxinn, 1,91 metri á hæð og var 100 kg, en er að sögn búinn að létta sig um 10 kg. Á háskólaárum sínum var hann í Virgina Tech, en gerðist atvinnumaður í golfi að því loknu, fyrir 10 árum, árið 2002.
Johnson Wagner spilaði fyrst á Nationwide Tour árin 2003-2006 og fékk kortið sitt á PGA mótaröðina 2007, þegar hann varð í 2. sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar, 2006.
Árið 2008 sigraði Montford í fyrsta sinn á PGA á Shell Houston Open. Í sigurlaun hlaut hann m.a. boð á Masters og 2 ára undanþágu til að spila á PGA.
Árið 2010 varð Montford í 126. sæti á PGA Tour og rétt missti af því að endurnýja kortið sitt. Þann 27. febrúar 2011 vann hann Mayakoba Golf Classic í Riviera Maya-Cancun í umspili við Spencer Levin með pari á 1. holu og fékk við sigurinn aftur fullan þátttökurétt á PGA til ársins 2013.
Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2000 (Robert Allenby) sem kylfingur lauk keppnistímabili í 126. sæti á túrnum og sigraði síðan á næsta keppnistímabili.
Johnson sigraði í nótt (15. janúar 2012) Sony Open á Waialea í Hawaii, en auk digurs sigurtékka fékk hann framlengingu á keppnisrétti sínum á PGA mótaröðinni, út árið 2014.
Alls á Montford Johnson Wagner að baki 7 sigra, á mótum atvinnumanna í golfi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024