
Q-school LET: Viðtalið við Tinnu
Á heimasíðu Evrópumótaraðar kvenna, (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET) er skemmtilegt viðtal við Tinnu Jóhannsdóttur, GK, sem nú keppir á lokaúrtökumóti LET í La Manga, Cartagena, í Murcia, á Spáni. Tinna er þar ein af 101 keppanda, sem freistar þess næstu 4 daga að ná einu af 30 efstu sætunum til þess að hljóta fullan keppnisrétt á LET, eða að öðrum kosti verða ein af þeim sem hljóta takmarkaðan spilarétt á LET. Fyrsta daginn (í gær) gekk ekki svo vel en nú er að sjá hvað Tinna gerir í framhaldinu.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að Tinna hafi æft af kappi í haust m.a. með þátttöku á Cactus Tour í Bandaríkjunum, hún stefni að því að fá kortið sitt á LET eða a.m.k. þátttökurétt í nokkrum mótum, síðan fer hún yfir ýmsa þætti í leik sínum, m.a. hvert lengsta drævið sé, hver sé veikasta og sterkasta hlið leiks hennar, hvert púttmeðaltalið sé og meðaltals högglengd dræva, hver sé uppáhaldsgolfvöllurinn, og hvað sé lægsta skor á hring. Jafnframt segist Tinna þrívegis hafa farið holu í höggi, hún tali 5 tungumál, sé með gráðu í Alþjóðafræðum frá San Francisco háskóla, fyrirmyndir hennar séu Annika Sörenstam, Pia Nilson og concept Piu um „Vision 54″. Loks kemur fram í viðtalinu við Tinnu að Björgvin Sigurbergsson, föðurbróðir hennar og leikmaður Áskorendamótaraðarinnar, sé í liði hennar.
Það er alltaf gaman að sjá Íslendinga standa sig vel úti í hinum stóra heima og það gerir Tinna svo sannarlega í viðtalinu.
Sjá má viðtal LET við Tinnu með því að smella hér: VIÐTAL LET VIÐ TINNU JÓHANNSDÓTTUR
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða