Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Joburg Open
Það var Branden Grace frá Suður-Afríku, sem stóð uppi sem sigurvegari á Joburg Open í Suður-Afríku. Sigurskor hans var upp á samtals -17 undir pari, slétt 270 högg (67 66 65 72). Branden er sigurvegari á móti þar sem þrumur og eldingar hafa sett allt mótahald úr skorðum, en oftar en ekki varð að fresta mótinu og klára hringi daginn eftir. Branden hélt þetta út. Þetta er fyrsti sigur hins 23 ára Branden Grace á Evróputúrnum, en hann er einn af þeim sem útskrifuðust úr Q-school í desember og því „einn af nýju strákunum“ á mótaröðinni. „Þetta er bara draumur sem rætist“ sagði Branden Grace eftir sigurinn. „Það er yndislegt Lesa meira
Q-school LET: Tinna hefir lokið 1. hring á lokaúrtökumóti LET – Spilaði á 76 höggum
Þetta var svo sannarlega engin óskabyrjun fyrir Tinnu á 1. hring hennar af 5 á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna. Fjórir skollar á fyrri 9 hafa líklega verið svekkjandi…. Tinna fékk skolla á 4., 5., 7. og 8. braut Norður-vallar La Manga golfstaðarins, en af þessum 4 holum eru 2 par-3 og hinar tvær par-4. Á seinni 9 fékk Tinna 2 fugla, en því miður líka skolla og skramba á 12. og 15. brautirnar, sem báðar eru par-5. Hún lauk leik á samtals +5 höggum yfir pari og er sem stendur í 85. sæti, en fjölmargar stúlkur eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröð Tinnu því hnikast til. Í efsta Lesa meira
Christina Kim á Morning Drive
Morning Drive golfþátturinn í bandaríska sjónvarpinu hlýtur að vera uppáhaldsþáttur sérhvers kylfings. Í gær var gestur þáttarins bandaríski LPGA kylfingurinn, Christina Kim. Christina er hressileikinn holdi klædd og gaman að sjá hana í viðtalinu. Henni verður sjaldnast fótaskortur á tungunni og er aldrei orða vant, hvað þá að eitthvað sé vandræðalegt… sé svo yfirspilar þessi prímadonna golfsins, sem vann á Opna sikileyska á LET á síðasta ári það með snilldarlegum hætti. Í þættinum talaði hún m.a. um Michael Whan, framkvæmdastjóra LPGA og hvað hann hefir gert mikið fyrir mótaröðina, en hann hefir m.a. fjölgað mótum úr 23 í 27 á mótaskrá stelpnanna á LPGA-mótaröðinni og það í miðri heimskreppu! Hún Lesa meira
Q-school LET: Tinna byrjar ekki nógu vel; er +4 yfir pari eftir 9 holur
Tinna er nú hálfnuð með 1. hring á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar á Norður-velli La Manga vallarins. Eftir 9 spilaðar holur deilir Tinna 71. sætinu, þar sem hún er búin að fá 4 skolla á þessar fyrstu 9 holur. Tinna fékk skolla á 3., 4., 7. og 8. holu. Í efsta sæti, (þegar þetta er skrifað kl. 12:15) er Sharmila Nicolltt frá Indlandi. Það er vonandi að Tinnu gangi betur með seinni 9! Til þess að fylgjast með stöðunni í Q-school LET, á La Manga, 1. daginn, smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Erlingsdóttir – 15. janúar 2012
Það er Ellý Erlingsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ellý fæddist 15. janúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 börn: Erling Daða, Guðrúnu og Kristján Gauta Emilsbörn. Golf1 óskar Ellý innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (63 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (45 ára); og Will Strickler, 15. janúar 1986 (26 ára)… og Y.E. Yang (á kóreönsku: 양용은 ) Lesa meira
Q-school LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Nákvæmlega á þessari stundu er Tinna Jóhannsdóttir, GK, að hefja leik á Norður-velli, La Manga golfvallarins í Cartagena, í Murcia á Spáni. Hún á rástíma kl. 09:20 og fjölmargir hér heima sem hugsa til hennar og óska henni góðs gengis! Tinna freistar þess að verða 2. kvenkylfingurinn frá Íslandi til að spila á LET, en á undan henni hefir aðeins Ólöfu Maríu Jónsdóttur, klúbbfélaga hennar í GK tekist það. Tinna er ein af 101 keppenda í þessu geysisterka lokaúrtökumóti. Meðal annarra þekktra þátttakenda er danski reynsluboltinn og kynskiptingurinn Mianne Bagger, Liebelei Lawrence, fyrsti kvenkylfingurinn frá Lúxemborg til að spila á LET (en hún er reyndar með tvöfalt ríkisfang), skoska undrið Carly Booth, sem Lesa meira
GHG: Hole in One púttmótaröðin hófst í gær – Takið frá 3. febrúar n.k. því þá fer fram frábært Þorrablót Golfklúbbs Hveragerðis!
PÚTTMÓTARÖÐIN 2012: Í gær, laugardaginn 14. janúar 2012 hófst í Hveragerði Hole in One Púttmótaröðin í kjallara íþróttahússins. Hún mun fara fram n.k. laugardaga milli kl. 10 og 12. Mótaröðin stendur yfir í 10 vikur og gilda 6 bestu skorin. Sigurvegari mótaraðarinnar hlýtur Mizuno Line 90 pútter að verðmæti kr. 23.000 í verðlaun. Þátttökugjald fyrir hvert einstakt mót er kr. 500 og rennur það til barna- og unglingastarfs GHG. Kaffi á könnunni og iðagrænt gras! Mótið er styrkt af Hole in One golfverslun. ÞORRABLÓT 3. FEBRÚAR 2012: Föstudaginn 3. febrúar 2012 verður Þorri blótaður í Hveragerði. Á heimasíðu GHG sagði að síðasta blót hefði verið flott og næsta, sem auglýst Lesa meira
PGA: Myndskeið – hápunktar 3. dags á Sony Open – Every og Maggert leiða
Jeff Maggert, sem verður 48 ára í næsta mánuði, er kominn í forystu á Sony Open, ásamt forystumanni gærdagsins Matt Every. Báðir hafa þeir spilað hringina 3 á samtals -12 undir pari, samtals 198 höggum; Maggert (69 65 64) og Every (66 64 68). Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Suður-Afríkaninn Brendon de Jonge og Bandaríkjamennirnir Johnson Wagner og Charles Howell III, allir á -10 undir pari, hver. Í 6. sæti , höggi á eftir eru Duffy Waldorf og D.A. Points. Á eftir þeim í 8. sæti, á samtals -8 undir pari kemur hópur 11 kylfinga, en þar gefur m.a. að finna nýliða ársins í fyrra á PGA, Keegan Bradley og Lesa meira
Viðtalið: Ingunn Gunnarsdóttir, GKG.
Viðtalið í kvöld er við Ingunni Gunnarsdóttur, en hún var nú nýverið tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Garðabæjar. Hún hlaut titilinn ekki að þessu sinni, en er búin að standa sig vel í golfinu s.l. sumar – varð m.a. klúbbmeistari kvenna í GKG 3. árið í röð. Ingunn skipti nú í haust um háskóla, stundar nám við Furman háskólann í Suður-Karólínu, en var áður í McLennan háskóla í Texas. Hér fer viðtalið við Ingunni: Fullt nafn: Ingunn Gunnarsdóttir. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Cleveland, Ohio, 11. maí 1990. Hvar ertu alin upp? Ég var fyrstu 3 árin í Bandaríkjunum og svo bara í Kópavoginum. Hverjar eru fjölskylduaðstæður Lesa meira
Evróputúrinn: Richard Finch og Branden Grace deila forystunni eftir 3.dag á Joburg Open
Branden Grace og Richard Finch deila forystunni eftir 3. dag Joburg Open, en það náðist að vinna upp mikið af töf undanfarinna daga á mótinu í dag, í Royal Johannesburg and Kensington golfklúbbnum. Tímafrekar tafir urðu á fyrstu tveimur dögunum vegna þruma og eldinga, sem þýddu að í gær höfðu sumir kylfingar jafnvel ekki byrjað á 2. hring sínum og þá varð að vinna upp í dag. Richard Finch var t.a.m. bara búinn að spila 6 holur á 2. hring á Austur-vellinum þegar hann mætti til keppni snemma í morgun, en möguleikar hans á forystu stórjukust þegar hann fór holu í höggi! á 200 yarda par-3, 8. holunni. Draumahöggið varð Lesa meira







