Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið 2011 – Golfmót FH á Hvaleyrinni – Ívar Arnars Golfari FH 2011 – 2. sept. 2011
Golfmót FH 2011 var haldið á Hvaleyrarvelli þann 2. september 2011. Mótið var aðeins fyrir félaga í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri. Leikið var í flokkum karla og kvenna samkvæmt punktafyrirkomulagi. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sæti í hvorum flokki. Í opnum flokki var keppt í höggleik án forgjafar og hlaut sigurvegar þar sæmdarheitið Golfari FH árið 2011. Golfari FH árið 2011 var Ívar Arnarson, GK. Veitt ýmis önnur verðlaun, m.a. nándarverðlaun á 4, 6. og 10 flöt, fyrir lengsta teighögg og síðan voru endalaus skorkortaverðlaun, þannig að enginn FH-ingur fór tómhentur heim! Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið HÉR: Helstu úrslit urðu þessi – Karlaflokkur/punktakeppni: Lesa meira
Golfmót FH – GK 2. september 2011
Q-school LET: Tinna úr leik á lokaúrtökumótinu
Tinna Jóhannsdóttir, GK, er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðar kvenna, en er væntanlega reynslunni ríkari. Hún lék 4. og lokahringinn á Suður-velli La Manga golfstaðarins í Cartagena, Murcia á Spáni á 79 höggum í dag og er í einu af neðstu sætunum, þ.e. 97. sæti af þeim 99 sem luku leik í dag. Tinna spilaði samtals á + 22 yfir pari (76 76 79 79). Ljóst er að hún spilar ekki 5. og síðasta hring í lokaúrtökumótinu en aðeins þær sem voru í 50. sæti fá að spila síðasta daginn og freista þess að breyta stöðunni sér í hag og verða ein af 30 efstu sem hljóta fullan þátttökurétt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Belinda Kerr – 18. janúar 2012
Belinda Kerr fæddist í dag, 18. janúar fyrir 28 árum (þ.e. 1984) í Paddington, í Sydney, Ástralíu. Hún er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1. Belinda hóf að spila golf 13 ára gömul vegna þess að bróðir hennar Jared dró hana út á völl, en hún hefir einnig keppt f.h. Queensland í Ástralíu í blaki, frjálsum og dansi. Það var ekki fyrr en hún kláraði háskólann að hún ákvað að snúa sér algerlega að golfinu. Belinda gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005 og hefir spilað á áströlsku ALPG mótaröðinni, sem og utan Ástralíu og þá einkum í Bandaríkjunum. Belinda telur árið 2004 besta og stöðugasta ár sitt. Hún sigraði í Titanium Ladies Lesa meira
Rory hjálpar tennisstjörnunni sinni, Caroline Wozniacki, að fást við álag Grand Slam
Hæstrankaði tennisspilari Australian Open, Caroline Wozniacki, segir að kærasti sinn, Rory McIlroy, sé að hjálpa sér að ná betri tökum á leiknum m.a. með því að hvetja sig til þess að dvelja ekki við mistök, sem liðin eru (kannast ekki allir við þetta úr golfinu?) Wozniacki er nú undir mikilli pressu eftir 65 vikur á toppnum, en kröfur til hennar ganga m.a. út á að hún sigri nú fyrsta grand slam-ið sitt og segir Caroline gott að hafa Rory við hlið sér nú. Alveg eins og Caroline þá varð Rory súperstjarna á unga aldri áður en hann klúðraði sigri á Masters á síðasta ári, eftir að hafa sigurvænlega 3 högga forystu Lesa meira
Evróputúrinn: Volvo Champions hefst á morgun á Fancourt links í Suður-Afríku
Ernie Els fær þá sjaldgæfu ánægju að sofa heima hjá sér þegar hann keppir á Volvo Champions, sem hefst á einum erfiðasta golfvelli Suður-Afríku: Fancourt á morgun. Það eru aðeins sigurvegarar á Evróputúrnum 2010 og 2011 og þeir sem eru með fleiri en 10 sigra á mótaröðinni, sem fá að taka þátt í þessu 35 manna móti og fyrstu verðlaun eru € 350.000 – enginn niðurskurður er í mótinu og sá sem verður í neðsta sæti hlýtur € 22.000,- Ernie sigraði South African Open, sem var eitt af fyrstu mótunum á Evróputúrnum 2011. Síðan þá hefir allt verið niður í móti hjá þessum 42 ára fyrrum Opna breska og bandaríska Lesa meira
Viðtalið: Auður Kjartansdóttir, GMS.
Viðtalið í kvöld er við Vesturlandsmeistara kvenna 2011 í golfi; tvítuga körfuboltaleikmanninn og laganemann, Auði Kjartansdóttur. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Auður Kjartansdóttir. Klúbbur: GMS = Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 23. ágúst 1991. Hvar ertu alin upp? Ég hef búið alla tíð í Stykkishólmi, þar til ég flutti að heiman og bjó í Danmörku um ársskeið. Ég fór í gegnum Evrópa unga fólksins, sem er prógamm innan ESB, sem veitir styrki í sjálfboðaliðsvinnu. Í gegnum þá fékk ég vinnu í alþjóðlegum æskulýðs- og íþróttasamtökum, sem eru með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn og var að vinna á skrifstofunni þar við að undirbúa námskeið. Hverjar eru Lesa meira
Belfry til sölu!
Hinn heimsþekkti golfstaður The Belfry er aftur til sölu aðeins 6 árum eftir að ríkasti maður Írlands keypti hann fyrir £186milljónir . Quinn var lýstur gjaldþrota í gær. Á Belfry, sem er í Warwickskíri á 550 ekru eign hefir Ryder Cup 4 sinnum farið fram. Nú hvíla um £105milljóna skuldir á staðnum vegna gjaldþrotsins. Á Belfry eru 3 frábærir golfvellir og þar hafa goðsagnir í lifanda lífi s.s. Tiger Woods og Seve Ballesteros keppt og ýmsar alþjóðastjörnur og fyrirmenn heimsótt staðinn s.s. t.d. George Bush and Sir Alex Ferguson. Brabazon 1 þriggja golfvalla The Belfry Fallegt klúbbhús the Belfry Fyrrum Bandaríkjaforseti George Bush fylgist með Ryder Cup 2002. Evrópa vann Ryder Lesa meira
Q-school LET: Tinna var á 79 höggum í dag
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk við að spila 3. hring á lokaúrtökumóti LET nú rétt í þessu. Hún kom í hús á 79 höggum; fékk 3 skolla á fyrri 9 og 5 skolla á seinni 9. Samtals spilaði Tinna á +8 yfir pari í dag. Samtals er Tinna því búin að spila á +16 yfir pari þ.e. samtals 231 höggi (76 76 79) og vonir um að hún verði meðal 50 efstu orðnar ansi daufar. Tinna er sem stendur í 93. sæti þegar þetta er ritað kl. 14:15. Sætistalan getur breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik. Sem stendur er enska stúlkan Jodi Ewart í efsta sæti er samtals búin Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sólrún Viðarsdóttir og Unnur Pétursdóttir – 17. janúar 2012
Það eru tvær heiðurskonur, sem eru afmæliskylfingar dagsins Sólrún Viðarsdóttir og Unnur Pétursdóttir (sjá mynd hér að ofan) Sólrún fæddist 17. janúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Unnur fæddist 17. janúar 1957 og á því 55 ára stórafmæli í dag! Sólrún er fyrsti jógakennarinn á Íslandi sem útskrifast með kennararéttindi í jóga fyrir kylfinga (YFG = Yoga for Golfers) frá Katherine Roberts í Arizona. Hún kennir svokallað Power Yoga fyrir kylfinga og dansara. Eins og segir á heimasíðu Sólrúnar er helsti ávinningur af því að bæta jóga við æfingaprógramm kylfingsins: Lengri högg Bætt sveifla, jafnari taktur og tempó og aukið úthald Betri einbeiting Meira jafnvægi Lægri forgjöf Lesa meira





