Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2012 | 00:20

PGA: Brandt Snedeker sigraði á Farmers Insurance Open eftir umspil við Kyle Stanley

Strákurinn frá Gig Harbor, Washington State, Kyle Stanley, sem  búinn var að leiða allt mótið hélt ekki út til endaloka og glutraði niður 5 högga forystu sem hann hafði fyrir lokadaginn. Hann átti sinn versta dag á 4. hring og +2 yfir pari,  74 högg staðreynd. Þetta byrjaði samt allt svo vel með því að hann fékk fugl á 1. holu og má sjá myndskeið af frábæru fuglapútti Kyle Stanley, með því að smella HÉR:   Fuglinum á 1. holu fylgdi hann eftir með öðrum á 2. holu og 6. holu en eftir það seig hins vegar á ógæfuhliðina, þegar hann fékk skolla á 8. holu, sem honum tókst þó að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 21:00

EPD: Stefán Már í 9. sæti eftir 1. dag Sueno Dunes Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, taka nú þátt í Sueno Dunes Classic mótinu, sem fram fer í Belek í Tyrklandi, en mótið er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar. Stefán Már spilaði á -1 undir pari í dag, 68 höggum og deilir 9. sæti með Hollendingnum Ramon Schilperoord. Stefán Már var á sléttu pari fyrri 9 en seinni 9 var hann með 2 fugla og 1 skolla. Þórður Rafn spilaði á 71 höggi, +2 yfir pari og deilir 29. sæti með 10 öðrum kylfingum. Þórður Rafn hlaut 4 skolla og 2 fugla á hringnum; einn skollinn var á 12. holu par-3 braut líkt og Stefán Már, þannig að eitthvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 16:55

Viðtalið: Magnús Gautur Gíslason, GÍ.

Magnús Gautur Gíslason, 43 ára er félagi í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ) og með 6,0 í forgjöf.  Hann er mjög sigursæll á golfmótum fyrir vestan og víðar og hefir m.a. sinnt golfkennslu, sem hann segist vera hættur núorðið.  Hér fer viðtalið við Magnús Gaut: Fullt nafn: Magnús Gautur Gíslason. Klúbbur: Golfklúbbur Ísafjarðar. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist 11. desember 1968, á Bíldudal. Hvar ertu alinn upp?  Ég er alinn upp þar, á Bíldudal, svo líka á Patreksfirði og síðan fluttist ég á Suðurnesin í 3 ár. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og er einhver af fjölskyldunni í golfi?  Ég er kvæntur Sigurlínu Jónasdóttur og á 3 stelpur: Elísabetu Ósk, 20 ára, Melkorku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 14:30

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir um sigur Robert Rock

Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir um sigur Robert Rock og hvaða þýðingu sigurinn hefir fyrir hann: • Þetta er 2. sigur Robert Rock í 227 mótum á Evróputúrnum, sem hann hefir tekið þátt í. • Rock er búinn að vinna sér inn €411,734 á The Race to Dubai. • Hann fer upp í 60. sætið á heimslistanum úr 117. sæti. • Þetta er fyrsti sigur hans frá því hann sigraði í fyrsta sinn á Evróputúrnum árið 2011 á BMW Italian Open styrktu af CartaSi. • Þetta er 2. árið í röð sem hann sigrar á Evróputúrnum, eftir sigurinn á Ítalíu í fyrrasumar. • Þessi sigur er betri en fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 13:30

Evróputúrinn: Róbert Rock sigraði á Abu Dhabi HSBC Golf Championship

Enski kletturinn, Robert Rock hafði betur gegn Tiger á lokahring Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Robert spilaði alls á -13 undir pari, samtals 275 höggum (69 70 66 70). Þetta er 2. sigur Robert Rock á Evróputúrnum en hann vann í fyrsta sinn á BMW Opna ítalska 12. júní á síðasta ári, 2011. Í 2. sæti varð nr. 2 í heiminum: Rory McIlroy höggi á eftir Rock og nagar sig eflaust í handarbökin yfir 2 högga vítinu sem hann fékk í sandglompu við 9. flöt á 2. hring. Rory spilaði á samtals – 12 undir pari, samtals 276 höggum (67 72 68 69). Í 3. sæti voru 3 kylfingar, allir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: Donna Caponi Byrnes – 29. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Donna Caponi Byrnes.  Donna fæddist 29. janúar 1945 og er því 67 ára. Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á afmæliskylfingnum sem sjá má með því að smella hér: DONNA CAPONI BYRNES Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jack Burke Jr., 29. janúar 1923 (89 ára) og  Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (61 árs). Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 11:00

ALPG: Lydia Ko skrifaði sig í golfsögubækur- nar – er yngsti áhugamaður, 14 ára, til að sigra á móti atvinnumanna hvort heldur karla- eða kvenna með sigri á Bing Lee í dag!

Bing Lee/Samsung Women’s NSW Open mótið mun haldast í minningunni sem það mót þar sem ný-sjálenska stelpan Lydia Ko, 14 ára, skrifaði hluta golfsögunnar.  Hin 14 ára Ko spilaði skollafrítt á -3 undir pari og skilaði sér í hús á 69 höggum og varð þar með yngsti kylfingur til að sigra á móti atvinnumanna, hvort heldur karla eða kvenna, í golfsögunni. Becky Morgan frá Wales varð í 2. sæti með glæsilokahring upp á -6 undir pari, 66 högg, meðan áströlsku stúlkurnar, Lindsey Wright og Kristie Smith deildu 3. sætinu. Ko hóf lokahring sinn með 4 högga forskot á Wright og það var Wright sem fékk frábæra byrjun með fugl á 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 08:00

Hver er kylfingurinn: John Huh?

Huh? Kannast einhver við kylfinginn John Huh?  Hann deilir nú 2. sæti á Farmers Insurance Open (eftir 3. dag 2012 mótsins) með nafna sínum Rollins. Sem stendur er John Huh nr. 549 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims, en það gæti nú breyst á mánudaginn ef fram fer sem horfir. Þetta er aðeins 2. PGA Tour mótið sem þessi kóreansk-ameríkanski nýliði á mótaröðinni tekur þátt í…. og frammistaða hans á 1. hring Farmers Insurance hefir vakið eftirtekt. Þar kom Huh inn á 64 höggum á hring þar sem hann fékk 3 erni! John Huh fæddist 21. maí 1990 í New York og er því 21 árs. Huh veit það eflaust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 05:30

PGA: Kyle Stanley heldur forystunni eftir 3. dag Farmers Insurance Open

Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley jók forystu sína á 3. degi Farmers Insurance Open. Hann spilaði 3. hring á 68 höggum, -4 undir pari og fékk 5 fugla og 1 skolla, skollann á par-4 12. braut Suður-vallarins. Skyldi Kyle vita það að hann á sama afmælisdag upp á ár og annar frábær kylfingur, þar sem er Azahara Munoz frá Spáni? Bæði eru fædd 19. nóvember 1987. Já, merkilegt hvað góðir kylfingar eiga oft sama afmælisdag! Bæði tvö „cool“ og sporðdrekast um golfvelli heimsins, eins og svo margir aðrir góðir kylfingar. Alls hefir Kyle spilað á samtals -18 undir pari, 198 höggum (62 68 68) og hefir 5 högga forystu fyrir lokahringinn á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 21:30

12 heitustu kvenkylfingar á jörðinni

Ýmsar vefsíður standa með reglubundnu millibili fyrir vali á kynþokkafyllstu eða „heitustu“ kylfingunum. Ein þeirra er vefsíðan izismile.com.  Á síðasta ári voru valdir 12 „heitustu“ kvenkylfingar á jörðinni.  Í 1. sæti varð  ástralski kylfingurinn og módelið Anna Rawson, sem m.a. spilaði á LPGA og í 2. sæti spænski kylfingurinn Beatriz Recari. Spurning hvort rétt hafi verið valið? Dæmið sjálf: 1. sæti  ástralski kylfingurinn Anna Rawson 2. sæti spænski kylfingurinn Beatriz Recari 3. sæti bandaríski kylfingurinn Blair O´Neil   4. sæti bandaríski kylfingurinn Carling Coffing 5. sæti bandaríski kylfingurinn Paula Creamer   6. sæti bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr   7. sæti bandaríski kylfingurinn Elena Robles   8. sæti bandaríski kylfingurinn Michelle Lesa meira