Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 20:00

12 svalir golfmunir af PGA vörusýningunni í Orlandó

Í Orlandó í Flórída hófst nú í vikunni 59. golfvörusýningin, þar sem golfvöruframleiðendur sýna allt það nýjasta sem er framleitt í golfheiminum. Allt frá tíum til nýjustu golftísku til golfbíla og golfvallahönnunar og allt þar á milli. Hreinlega allt sem viðkemur golfi. Sýningarsvæðið er gríðarstórt. Geysivinsælir eru básarnir þar sem prófa má nýjustu kylfurnar, sem kynntar eru á sýningunni. Golffréttamaðurinn Ashley Mayo  hjá Golf Digest gekk sölubása á milli og valdi það sem hún taldi vera 12 svölustu golfmunina nú í ár.  Meðal þess sem hún valdi er swingbyte, lítið tæki sem komið er fyrir á golfkylfugripinu og mælir sveifluna og skemmtilegur golfbolur þar sem montað er af að maður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (6. grein af 12)

Lægð í golfferlinum (1968–1970) Eftir að Jack Nicklaus sigraði á Opna bandaríska 1967 vann hann ekki á öðru risamóti þar til að hann vann Opna breska 1970 á Old Course á St. Andrews. Besti árangur hans á peningalistanum á árunum  1968–70 var 2. sætið, lægst var hann í 4. sæti, sem var versti árangur hans frá því hann gerðist atvinnumaður.  Hins vegar verður að líta á það að lægsti árangur hans um 4. sæti peningalistans hefði hækkað í 2. sætið ef sigurlaun hans í Opna bresku hefðu verið talin með á peningalista PGA Tour eins og þau gera í dag. Jack Nicklaus varð bæði í 2. sæti á Opna bandaríska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 16:15

Evróputúrinn: Tiger og Robert Rock efstir í Abu Dhabi eftir 3. dag.

Loksins…. gaman að skrifa stöðufrétt þar sem Tiger er í efsta sæti.  Tiger og Robert Rock deila efsta sætinu á -11 undir pari, samtals 205 höggum; Tiger (70 69 66) og Rock (69 70 66) eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Rory McIlroy,  22 ára, myndi deila efsta sætinu með hinum tveimur hefði hann ekki fengið 2 högga víti fyrir að snerta sandinn við 9. flöt í gær á 2. hring, en hann er nákvæmlega 2 höggum á eftir, í 3. sæti ásamt 3 öðrum kylfingum: Svíanum Peter Hanson, Ítalanum Fracesco Molinari og Skotanum Paul Lawrie. Tiger grínaðist eftir hringinn í dag að það væri „frábært að vera laus við hann“ eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Nick Price – 28. janúar 2012

Það er Nicholas Raymond Leige Price (Nick) Price, sem er afmæliskylfingur dagsins. Nick Price fæddist Durban í Suður-Afríku, 28. janúar 1957 og er því 55 ára í dag. Hann ólst upp í og er með ríkisborgararétt í Zimbabwe. Hann gerðist atvinnumaður  í golfi 1977, fyrir 35 árum. Á ferli sínum sigraði hann 50 sinnum þ.á.m. 18 sinnum á PGA Tour, 10 sinnum á Sólskinstúrnum og 5 sinnum á Evrópumótaröðinni. Nick Price vann 3 sinnum á risamótum: Á Opna breska 1994 og PGA Championship 1992 og 1994. Hann náði m.a. þeim árangri að vera nr. 1 á heimslistanum og var tekinn í frægðarhöll kylfinga 2003. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 12:00

ALPG: Lydia Ko er við það að skrifa sig inn í golfsöguna eftir sterkan 2. hring á Bing Lee

Á sama tíma á síðasta ári komst hin 14 ára Lydia Ko nálægt því að skrifa sig í golfsögubækur kvennagolfsins. Nú fyrr í dag  (hjá andfætlum okkar í Ástralíu, sem eru 11 klst. á undan okkar tíma) gæti vel verið að Lydia Ko hafi lagt grunninn að því að skrifa nafn sitt í sögubækurnar, því allt lítur vel út hjá hinni 14 ára gömlu stelpu að sigra í Bing Lee Samsung Women’s NSW Open í Oatlands Golf Club í Sydney, á morgun. Lydia sem er nr. 1 á heimslista áhugakvenkylfinga stendur frammi fyrir því að verða yngsti kvenkylfingur til þess að sigra á móti á einhverju hinna 5 viðurkenndu kvenmótaraða heims. (Hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 11:00

PGA: Phil Mickelson uppástendur að vera í fínu formi… þó hann hafi ekki náð niðurskurði í Farmers Insurance Open í Torrey Pines

Phil Mickelson uppástendur að golfleikur hans sé í fínu formi þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Torrey Pines í gær, en hann segir að hann hafi bara ekki tekið gott gengi á æfingasvæðinu með sér á völlinn. Mickelson var langt um verstur á fyrsta hring Farmers Insurance Open í Kaliforníu, þegar hann skilaði sér í hús á 77 höggum. Því var mest um að kenna ónákvæmni hans af teig, en hann var mjög villtur og boltarnir flugu í allar áttir. Góður seinni hringur upp á 68 högg var bara ekki nóg til þess að fleyta þesssum frábæra, örvhenta kylfingi inn í áframhaldandi leik um helgina og hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2012 | 06:00

PGA: Kyle Stanley leiðir þegar Farmers Insurance Open er hálfnað – Myndskeið: hápunktar og högg 2. dags

Kyle Stanley fylgdi frábæru skori sínu í gær upp á 62 högg eftir með glæsilegum hring á erfiðari Suður-vellinum upp á 68 högg og leiðir þegar Farmers Insurance Open er hálfnað á samtals 130 höggum, samtals -14 undir pari. Fast á hæla honum á -13 undir pari, aðeins höggi á eftir, kemur landi hans, Brandt Snedeker, sem er búinn, með undraverðum flýti, að ná sér af bakmeiðslum. Þriðja sætinu  á samtals -12 undir pari, deila Sang-Moon Bae, frá Suður-Kóreu og Martin Flores frá Bandaríkjunum. Sang-Moon Bae komst á PGA í gegnum Q-school s.l. desember og Martin Flores var einn af 25 sem hlaut kortið sitt með því að verða efstur á peningalista. Fimmta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 23:00

Evróputúrinn: Enginn náði forystunni af Dananum Thorbjörn Olesen þegar Abu Dhabi HSBC Golf Championship er hálfnað

Daninn, Thorbjørn Olesen, spilaði á glæsilegum 67 höggum í  Abu Dhabi HSBC Golf Championship, á 2. hring (eins og Golf1 greindi frá fyrr í dag) og það var engum, sem tókst að jafna eða fara fram úr honum.  7 fuglar og 2 skollar litu dagsins ljós. Thorbjørn er á samtals -7 undir pari, samtals 137 höggum (70 67) og leiðir þegar mótið er hálfnað. Það voru margir, sem áttu eftir að ljúka leik kl. 11 í morgun þegar fyrri stöðufréttin var skrifuð á Golf 1. Þ.á.m. þeir tveir sem verma 2. sætið: Norður-Írinn Gareth Maybin og Ítalinn Matteo Manassero. Báðir voru á samtals -6 undir pari, 138 höggum; Maybin (68 70) og Manassero Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 19:00

ALPG: Hver er kylfingurinn: Nikki Garrett?

Hér á Golf 1 hefir verið bryddað upp á þeirri nýjung að fylgjast með ALPG (ensk skammst. fyrir: Australian Ladies Professional Golf).  Mikið af þekktum kylfingum af Evróputúr kvenna spilar í Ástralíu snemma árs og fyrstu mót Evróputúrsins eru mót sem haldin eru í samvinnu við ALPG.  Fyrsta mót LPGA er líka í samvinnu við ALPG, en það er ISPS Handa Women´s Australian Open, sem haldið er í Victoríu, í Ástralíu og fer fram 9.-12. febrúar n.k. Ástralskir kvenkylfingar eru kannski ekki mjög þekktir hér á Íslandi og spurning hvort meðalkylfingurinn á Íslandi gæti nefnt 10 ástralska kvenkylfinga? Hér er ætlunin að kynna ástralska kvenkylfinga og verður byrjaði á Nikki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 18:00

Einar Long, GR, bætti sig um 4 högg á 2. degi úrtökumóts fyrir European Senior Tour

Einar Long, GR, er nú í Gramacho í Pestana Golf Resort í Portúgal, þar sem hann freistar þess að komast í gegnum I. stig úrtökumóts öldungamótaraðar Evrópu. Í gær spilaði Einar á 83 höggum en í dag bætti hann sig um 4 högg og hækkaði við það um 4 sæti í 43. sæti á mótinu. Einar deilir 43. sætinu með Frakkanum Emmanuel Rider og Suður-Afríkananum Chris Vallender.  Það er Bandaríkjamaðurinn Chris Mast sem leiðir í Gramacho. Golf 1 óskar Einari góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna þegar 1. stig úrtökumótsins er hálfnað smellið HÉR: