PGA: Brandt Snedeker sigraði á Farmers Insurance Open eftir umspil við Kyle Stanley
Strákurinn frá Gig Harbor, Washington State, Kyle Stanley, sem búinn var að leiða allt mótið hélt ekki út til endaloka og glutraði niður 5 högga forystu sem hann hafði fyrir lokadaginn. Hann átti sinn versta dag á 4. hring og +2 yfir pari, 74 högg staðreynd. Þetta byrjaði samt allt svo vel með því að hann fékk fugl á 1. holu og má sjá myndskeið af frábæru fuglapútti Kyle Stanley, með því að smella HÉR:
Fuglinum á 1. holu fylgdi hann eftir með öðrum á 2. holu og 6. holu en eftir það seig hins vegar á ógæfuhliðina, þegar hann fékk skolla á 8. holu, sem honum tókst þó að jafna út með fugli á 9. Seinni 9 voru hins vegar með allra versta móti tveir skollar og snjókerling á par-5, 18. holunni litu dagsins ljós. Eftir þennan skelfilega 4. hring var Kyle samtals á -16 undir pari, samtals 272 höggum (62 68 68 74).
Á meðan átti Brandt Snedeker glæsihring kom inn á -5 undir pari, samtals -16 undir pari, samtals 272 höggum (67 64 74 67) og jafnaði við Kyle og því kom til umspils milli þeirra beggja. Spilað var á ógæfuholu Kyle Stanley 18. holunni, sem hann lék á erni, fugli og pari fyrstu 3 daga mótsins, en var rétt fyrir umspilið á skelfilegum 8 höggum. Eiginlega svínslegt að láta hann spila þá holu aftur!
Stanley bætti sig þó um helming, því á þessari 1. holu umspilsins fékk hann fugl …. og Snedeker líka. Það varð því að spila aðra holu í umspilinu og par-3 16. holan sú næsta sem spiluð var. Þar fékk Brandt Snedeker par…. en Kyle Stanley missti par-púttið sitt..
Það var því Brandt Snedeker sem sigraði umspilið og hlýtur að launum $ 1.044.000 verðlaunatékka!
Í 3. sæti 2 höggum á eftir Stanley og Snedeker varð John Rollins á -14 undir pari, samtals 274 höggum (70 65 68 71).
Til þess að sjá úrslitin á Farmers Insurance Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024