
ALPG: Lydia Ko skrifaði sig í golfsögubækur- nar – er yngsti áhugamaður, 14 ára, til að sigra á móti atvinnumanna hvort heldur karla- eða kvenna með sigri á Bing Lee í dag!
Bing Lee/Samsung Women’s NSW Open mótið mun haldast í minningunni sem það mót þar sem ný-sjálenska stelpan Lydia Ko, 14 ára, skrifaði hluta golfsögunnar. Hin 14 ára Ko spilaði skollafrítt á -3 undir pari og skilaði sér í hús á 69 höggum og varð þar með yngsti kylfingur til að sigra á móti atvinnumanna, hvort heldur karla eða kvenna, í golfsögunni.
Becky Morgan frá Wales varð í 2. sæti með glæsilokahring upp á -6 undir pari, 66 högg, meðan áströlsku stúlkurnar, Lindsey Wright og Kristie Smith deildu 3. sætinu.
Ko hóf lokahring sinn með 4 högga forskot á Wright og það var Wright sem fékk frábæra byrjun með fugl á 2. holu og minnkaði muninn minni þeirra í 3 högg. Báðir kylfingar skiptust á að fá par-fugl næstu holur áður en Wright gaf varð að gefa eftir höggið sem hún hafði náð að vinna upp þegar hún fékk skolla á par-3, 5. brautinni.
Wright kom tilbaka á 6. og 7. braut með 2 fuglum, en það var eins nálægt og hún komst að Ný-Sjálendingnum unga (Lydíu Ko), sem tók öllu sem að henni var beint með jafnaðargeði. Ko var á samtals -13 undir pari eftir fyrstu 9 á lokahringnum og Wright aðeins 2 höggum á eftir á samtals -11.
Úrslitin réðust á 11. holunni Ko yfirsló flötina og kom tilbaka með ekkert alltof góðu vippi meðan Wright átti erfitt pútt fyrir höndum. sem hún missti af 10 feta færi. Ko síðan setti síðan rólega niður púttið sitt af 5 feta færi og þessi rólegheit héldust út hringinn.
Ko og Wright pöruðu næstu 3 holur en Ko setti negldi fyrsta naglann í líkkistu Wright þegar hún setti niður fuglapútt á 15. holu. Wright náði bara pari og munurinn milli þeirra var aftur 3 högg. Wright virtist fara úr sambandi þarna og fékk 2 skolla í viðbót meðan Ko lauk skollafríum hring sínum með 3 pörum. Þegar hún gekk að 18. flöt var hún aftur komin með 4 högg á Wright og það sem eftir var voru bara formlegheit.
Á 18. braut, sem er par-3, sló hún teighögg sitt í pinnann og boltinn skaust til hliðar í flatarkantinn. Þaðan tvípúttaði hún og það leit næstum út eins og hún væri hissa á sjálfri sér þegar hún leit upp og framan í fagnandi áhorfendaskarann.
Eftir hringinn sagði Ko: „Ég var stressaðri eftir því sem leið á daginn. Þegar Lindsey var búinn að minnka muninn í 2 högg, byrjaði ég að hugsa tilbaka til síðasta árs og einvígisins við Caroline (Hedwall). Auðvitað, er ég mjög ánægð að vinna, það var mér mjög þýðingarmikið.“
Hún minntist líka sérstaklega á sveifluþjálfara sinn, Guy Wilson, sem hefir þjálfað hana í 8 ár (eða frá því hún var 6 ára gömul) og einnig kaddýinn sinn Steve Mowbray, sem hún sagðist „hafa gaman af að vinna með.”
Þess mætti hér í lokin geta að uppáhaldkylfingar og fyrirmyndir Ko í golfinu eru Michelle Wie og Alexis Thompson.
ALPG heldur nú á Gullströnd Ástralíu þar sem Australian Ladies Masters fer fram næstu helgi. Golf 1 mun að sjálfsögðu flytja fréttir af mótinu.
Heimild: ALPG
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid