Viðtalið: Magnús Gautur Gíslason, GÍ.
Magnús Gautur Gíslason, 43 ára er félagi í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ) og með 6,0 í forgjöf. Hann er mjög sigursæll á golfmótum fyrir vestan og víðar og hefir m.a. sinnt golfkennslu, sem hann segist vera hættur núorðið. Hér fer viðtalið við Magnús Gaut:
Fullt nafn: Magnús Gautur Gíslason.
Klúbbur: Golfklúbbur Ísafjarðar.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist 11. desember 1968, á Bíldudal.
Hvar ertu alinn upp? Ég er alinn upp þar, á Bíldudal, svo líka á Patreksfirði og síðan fluttist ég á Suðurnesin í 3 ár.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og er einhver af fjölskyldunni í golfi? Ég er kvæntur Sigurlínu Jónasdóttur og á 3 stelpur: Elísabetu Ósk, 20 ára, Melkorku Ýr, 15 ára og sú yngsta, Hrafnhildur Una, 8 ára er í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði á árunum 1997-98, svona 29-30 ára og hafði prófað að fara í golf 1-2 sinnum áður.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mig langaði bara að prófa.
Hvað starfar þú? Er með fyrirtæki í fiskverkun Stál og Hnífur og starfa með Gunnvör í fiskeldi.
Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvelli? Það er skemmtilegra að spila skógarvelli – hef meira spilað þá erlendis.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppnin er nú það skemmtilegasta sem maður lendir í, það er meiri keppni um hverja holu og meira í gangi.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Tungudalsvöllur á Ísafirði og Vestmannaeyjar.
Hvaða braut kanntu best við á Tungudalsvelli? Ég á enga uppáhaldsbraut – nema kannski 5. brautina, sem er par-4 og er í dogleg. Hún og er oft örlagavaldur í skori manna. (Innskot: Það kom á óvart að Magnús Gautur skyldi ekki nefna 7. brautina, því þar hefir hann nefnilega 3 sinnum farið holu í höggi).
Hvert er álit þitt á Sjávarútvegsmótaröðinni (Röð 7 móta á Vestfjörðum þar sem 5 bestu telja og sjávarútvegsfyrirtækin á hverjum stað styrkja)? Sjávarútvegsmótaröðin er bara snilld og frábært hvernig þetta hefir þróast. Mótaröðin hefir fært líf í mótalífið. Hún gerir það að verkum að Vestfirðingar þvælast kannski minna annað – þeir vilja vera á staðnum og taka þátt í mótaröðinni.
Geta kylfingar utan Vestfjarða tekið þátt í mótaröðinni? Já, kylfingar utan Vestfjarða getið tekið þátt í einstökum mótum og tekið við verðlaunum í þeim, en þeir geta ekki tekið verðlaun fyrir að vinna mótaröðina í heild. Svona eru bara reglurnar.
Af hverju ættu kylfingar að koma til Ísafjarðar að spila golf? Veðurfarslega er Ísafjörður besti staðurinn á landinu í júlí til að spila golf. Það er ekki til betri staður en golfvöllurinn í Tungudal yfir hásumarið – Það er einkum fallegt umhverfið, veðursældin í dalnum og lognið sem gera Tungudal einstakan.
Hvaða golfvöll (fyrir utan Tungudal) myndir þú mæla með við kylfing sem er ókunnugur á Vestfjörðum og spyr þig hvar hann eigi að spila golf? Ég myndi mæla með að hann spilaði á golfvelli Golfklúbbsins Glámu (GGL) á Þingeyri, Meðaldalsvelli. Það er skemmtilegur 9-holu völlur og 7. brautin (par-3) er svo falleg, en þar er slegið yfir foss. Og svo er líklegt að maður geti verið einn á vellinum, það er fáir að spila þar – þannig að það er svolítið sérstakt að vera með heilan golfvöll fyrir sig.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Torrequebrada, Costa del Sol. Það er fallegur völlur.
Hvað ertu með í forgjöf? 6,0.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Ég hef spilað nokkra velli á pari t.d. Tungudal og Bolungarvík
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég hef oft slegið langt – einhvern tímann rúmlega 350 metra 270-80 voru í niðurhalla og svo rúllaði boltinn 70 metra.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég hef tvisvar farið holu í höggi í Tungudal, sem hefir verið skráð – í bæði skiptin á 7. braut. Svo var það annað skiptið að ég var á 7. braut í Tungudal að ég sjankaði – Ég ákvað samt að taka annan bolta, fór holu í höggi og bjargaði pari. Svo fór ég holu í höggi á Kirkjubæjarklaustri, á vellinum í Efri-Vík. Þar var ég með dætrum mínum að leika mér og fór holu í höggi á 2. braut. Ég spilaði ekki 18 holur og hringurinn var aldrei skráður.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er oftast með harðfisk.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, körfubolta.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er nautasteik og saltfiskur (panta yfirleitt annaðhvort á veitingastöðum); uppáhaldsdrykkurinn er rauðvín; ég hlusta á flestalla músík; uppáhaldskvikmyndin er „Night on Earth“ með Tom Waits og uppáhaldsbókin er „Meistarinn og Margaríta“ eftir Mikhaíl Bulgakov.
Hver er uppáhaldskylfingur nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Mér finnst gaman að horfa á Couples og Jiménez Kvk: Ég á engan uppáhalds kvenkylfing… það er erfitt að svara þessu og þó… ég myndi segja Hrafnhildur Una dóttir mín, hún er svo efnileg og miklu betri en ég. (Innskot: Magnús Gautur hefir gott auga fyrir efnilegum kylfingum, því hann kenndi börnum golf um tíma í GÍ þó hann segist löngu hættur að gefa sig í það, en sótti hann á sínum tíma námskeið í golfkennslu á vegum GSÍ.)
Varstu með eitthvað sérstakt „concept“ í kennslunni þinni? Ég lagði sérstaka áherslu á að hafa æfingar fjölbreytilegar og skemmtilegar – hjá mér fengu krakkarnir að skemmta sér en ég lét þau líka gera almennar íþróttaæfingar; lét þau ekki bara slá og svo var ég ekki að þvælast of mikið með þau í tækniatriðum.
Hefir þú sjálfur verið hjá golfkennara? Nei, aldrei.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Það er breytilegt hvað er í pokanum hjá mér; ég á nokkur sett og skipti kylfum út. Það sem ég nota mest eru MP60 járnakylfur og Taylormade Burner, dræver og tré, sem ég fékk hjá Einari félaga mínum. Svo á ég 3 púttera einn sem ég nota mest er Never Compromize Millet pútter, bara svona venjulegur pútter – svo á ég STX pútter – og uppáhaldspútterinn er Oystein Jensen… ég hitti manninn, sem pútterinn heitir í höfuðið á, á Tenerife fyrir tilviljun og spilaði nokkra hringi með honum – Hann seldi fyrirtækið sitt, en hann var húsgagnaframleiðandi og framleiddi nokkra púttera með lógóinu sínu og gaf mér einn – ég nota hann minnst. Uppáhaldskylfurnar eru pútterarnir mínir.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég er alveg laus við hjátrú.
Hversu stór hluti golfsins hjá þér telur þú að sé andlegur í prósentum talið? Andlegi þátturinn skiptir tölverðu máli – ég veit ekki nákvæmlega prósentuna – andlega dagsformið skiptir miklu máli – hvernig maður býr sig undir hringi.
Hver er meginmarkmiðið í golfinu og í lífinu? Markmiðið í golfinu er að komast sem oftast í golf. Markmiðin í lífinu eru ekkert flókin: maður er að reyna ala börnin vel upp og koma þeim til manns. Það er mikilvægast.
Hvað finnst þér best við golfið? Mér finnst það er bara útiveran og náttúran í göngutúr sem ér skemmtilegast – að taka áskorunum og labba um í fallegu umhverfi.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að hafa gaman af leiknum.
Ef þú mættir velja 3 kylfinga myndir þú vilja spila með, hverjir væru það – lífs eða liðnir? Það myndu vera Phil Mickelson, Miguel Angel Jiménez og Fred Couples.
Spurning frá síðasta kylfingi sem var í viðtali á Golf1 (efnilegasta kylfingi Íslands 2011, Sunnu Víðisdóttur, GR): Hefir þú farið holu í höggi?
Svar Magnúsar: Já 4 sinnum, en það hefir bara fengist skráð 2 sinnum. (Innskot: sjá hér að ofan).
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 fær í viðtal?
Spurning Magnúsar Gautar: Heldur þú að þú gætir unnið Tiger Woods, í dag?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024