
PGA: Kyle Stanley heldur forystunni eftir 3. dag Farmers Insurance Open
Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley jók forystu sína á 3. degi Farmers Insurance Open. Hann spilaði 3. hring á 68 höggum, -4 undir pari og fékk 5 fugla og 1 skolla, skollann á par-4 12. braut Suður-vallarins. Skyldi Kyle vita það að hann á sama afmælisdag upp á ár og annar frábær kylfingur, þar sem er Azahara Munoz frá Spáni? Bæði eru fædd 19. nóvember 1987. Já, merkilegt hvað góðir kylfingar eiga oft sama afmælisdag! Bæði tvö „cool“ og sporðdrekast um golfvelli heimsins, eins og svo margir aðrir góðir kylfingar.
Alls hefir Kyle spilað á samtals -18 undir pari, 198 höggum (62 68 68) og hefir 5 högga forystu fyrir lokahringinn á þá sem næstir koma og deila 2. sætinu þá John Rollins og John Huh. Huh? Hver er Huh? (Sjá um það í grein hér á Golf 1 um: Hver er kylfingurinn John Huh?) Rollins og Huh eru á samtals -13 undir pari, 203 höggum; Rollins (70 65 68) og Huh (64 71 68).
Í 4. sæti eru Bill Haas og Sang-Moon Bae á samtals -12 undir pari, hvor.
Það er ekkert sérlega spennandi PGA-kvöld framundan, þar sem Kyle Stanely virðist hafa þetta í hendi sér… en golf er golf þar sem allt getur gerst…. tveggja högga víti eins og Rory fékk í Abu Dhabi getur t.a.m. sett allt úr skorðum svo og gott gengi næstu kylfinga… þannig að það er best að fylgjast með þó ekki sé nema að sjá Kyle Stanley tryggja sér sigurinn!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Farmers Insurance Open, smellið HÉR:
Til að sjá hápunkta 3. dags á Farmers Insurance Open smellið HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins, sem er fugl Kyle Stanley á par-3 16. brautinni, smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023