Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 13:30

Evróputúrinn: Róbert Rock sigraði á Abu Dhabi HSBC Golf Championship

Enski kletturinn, Robert Rock hafði betur gegn Tiger á lokahring Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Robert spilaði alls á -13 undir pari, samtals 275 höggum (69 70 66 70). Þetta er 2. sigur Robert Rock á Evróputúrnum en hann vann í fyrsta sinn á BMW Opna ítalska 12. júní á síðasta ári, 2011.

Í 2. sæti varð nr. 2 í heiminum: Rory McIlroy höggi á eftir Rock og nagar sig eflaust í handarbökin yfir 2 högga vítinu sem hann fékk í sandglompu við 9. flöt á 2. hring. Rory spilaði á samtals – 12 undir pari, samtals 276 höggum (67 72 68 69).

Í 3. sæti voru 3 kylfingar, allir á -11 undir pari, samtals 277 höggum : Tiger (70 69 66 72); Daninn Thomas Björn (73 71 65 68) og Graeme McDowell (72 69 68 68).

Gaman að sjá sigurvegara risamótanna Tiger og Graeme aftur meðal efstu 5!

Til þess að sjá úrslitin á Abu Dhabi HSBC Golf Championship smellið HÉR: