Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2012 | 21:00

EPD: Stefán Már í 9. sæti eftir 1. dag Sueno Dunes Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, taka nú þátt í Sueno Dunes Classic mótinu, sem fram fer í Belek í Tyrklandi, en mótið er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar.

Stefán Már spilaði á -1 undir pari í dag, 68 höggum og deilir 9. sæti með Hollendingnum Ramon Schilperoord. Stefán Már var á sléttu pari fyrri 9 en seinni 9 var hann með 2 fugla og 1 skolla.

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn spilaði á 71 höggi, +2 yfir pari og deilir 29. sæti með 10 öðrum kylfingum. Þórður Rafn hlaut 4 skolla og 2 fugla á hringnum; einn skollinn var á 12. holu par-3 braut líkt og Stefán Már, þannig að eitthvað reynist þessi hola þeim erfið.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Sueno Dunes Classic, smellið HÉR: