GO: Kári, Birna og Hilmar Leó efst á 2. púttmóti GO
Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds er eftirfarandi úrslitafrétt af púttmótaröð Odds, en 2. umferð var spiluð s.l. laugardag 28. janúar 2012: „Tuttugu og níu þátttakendur skiluðu inn skorkorti, sem er met mæting þetta árið og gaman að sjá klúbbfélaga virka í félagsstarfi. Ágóðinn af mótinu og mótaröðinni mun renna í sjóði unglingastarfsins og kunna þau þeim sem lögðu leið sína í Kauptúnið bestu þakkir og vonast til að sjá keppendur og fleirri aftur næsta laugardag. Eins og áður hefur verið kynnt þá er fyrirkomulagið þannig að 10 umferðir eru leiknar og telja 5 bestu umferðirnar. Úr þessum 5 umferðum verða svo krýndir púttmeistarar karla, kvenna og unglinga (15 ára og yngri). Lesa meira
EPD: Stefán Már í 8. sæti á Sueno Dunes Classic fyrir lokahringinn
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka nú þátt í nokkrum mótum á EPD-mótaraðarinnar þýsku, en mótin fara fram í Belek, í Tyrklandi. Stefán Már, sem er að spila stöðugt og glæsilegt golf ,kom í dag í hús á -1 undir pari, 68 höggum alveg eins og í gær og er nú á samtals -2 undir pari, samtals 136 höggum (68 68). Stefán Már hækkaði sig um 1 sæti og er nú kominn í 8. sæti og er aðeins 3 höggum á eftir þeim sem leiðir mótið, Portúgalanum Tiago Cruz. Þórður Rafn var óheppinn, aðeins munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Þórður Rafn spilaði Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (7. grein af 12)
Árin 1974-1977 1974 Nicklaus mistókst að vinna risamót 1974 en það að sigra á fyrsta Tournament Players Championship og vera einn af 13 fyrstum til að hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga bar smyrsl á sárin. Jack Nicklaus sagði að heiðurinn sem sér væri sýndur með „tilnefningunni“ væri „góður minjagripur“ eftir „keppnistímabil vonbrigða.“ Jafnvel þó hann ynni ekkert risamót á árinu 1974 þá var Nicklaus samt 4 sinnum meðal 10 efstu í 4 mótum og í 3 af þessum mótum var hann meðal 4 efstu og varð í 2. sæti á peningalistanum á eftir Johnny Miller. Þó þetta væri síður en svo stjörnuár þá sigraði Jack tvisvar og varð 13 sinnum meðal Lesa meira
Myndskeið: Tiger ánægður þrátt fyrir að bíða lægri hlut í Abu Dhabi
Tiger Woods leit út fyrir að vera í fínum málum þegar hann hóf lokahringinn í Abu Dhabi og hann segist vera ánægður með spil sitt þó að hann hafi beðið lægri hlut fyrir Robert Rock. Tiger spilar aftur í næstu viku og er ákafur að sýna fram á að mistakastráður hringur hans sé bara minniháttar bakslag á endurkomu sinni. Tiger fór frá því að vera T-1 í T-3, 3 höggum á eftir Rock og eftir að hafa aðeins hitt 1 braut á seinni 9 og 6 flatir á tilskyldum höggafjölda. Óhjákvæmilega var fyrrum nr. 1 vonsvikinn að hafa ekki landað 2. sigri sínum í röð eftir að ljúka meira en 2 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Robert Rock?
Ef þið hafið ekki nú þegar verið aðdáendur Robert Rock né vitað hver þessi viðkunnanlegi enski kylfingur er þá vitið þið það í síðasta lagi í gær… þ.e.a.s. ef þið fylgist eitthvað með golfi. Robert Rock sigraði nefnilega í gær á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hér er ætlunin að beina kastljósinu aðeins að sigurvegara gærdagsins í Abu Dhabi. Robert Rock fæddist 6. apríl 1977 í Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire á Englandi. Hann ólst upp og hlaut menntun sína í Rugeley. Hann komst á Evróputúrinn 2003 og hefir spilað á honum síðan. Rock blómstraði 2009 þegar hann varð þrívegis í 2. sæti þ.á.m. á Opna írska, þar sem hann Lesa meira
GR: Raggi, Óli Bjarki og Kristinn efstir eftir 2. umferð í púttmótaröð karla í GR
Púttmótaröð karla í GR fer vel af stað. Þrátt fyrir erfiða færð var vel mætt á 2. púttmót GR-karla á fimmtudaginn 26. janúar s.l. Greinilegt var að rástíminn kl. 18-19:30 er sérlega vinsæll. Til þess að rifja upp hvernig púttmót GR-karla fara fram þá eru þau alltaf á fimmtudögum að Korpúlfstöðum á tveimur rástímum kl. 18-19:30 og 20-20:30. Sex bestu umferðirnar af tíu telja. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur. Tvær keppnir eru í gangi: Einstaklingskeppnin: Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld. Liðakeppnin: Þrír leikmenn skipa hvert lið og spila allir 36 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart – 30. janúar 2012
Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði orðið 55 ára í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (57 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 (40 ára stórafmæli!); Jill McGill, 30. janúar 1972 (40 ára Lesa meira
Tiger Woods kominn í 17. sætið á heimslistanum
Tiger Woods getur brosað breitt þrátt fyrir vonbrigði í Abu Dhabi í gær. Fyrir rúmum mánuði síðan var hann ekki einu sinni meðal efstu 50 á heimslistanum en hefir heldur betur hækkað sig, farið upp um 33. sæti m.a. vegna sigurs í Chevron mótinu, en einnig vegna góðs gengis (3. sætið) á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Nú er hann kominn í 17. sætið á heimslistanum og allt er upp á við hjá kappanum. Robert Rock, sem var í 117. sæti heimslistans fer bratt upp á við á heimslistanum er nú kominn í 55. sætið og aðeins örfáum sætum frá því að vinna sér þátttökurétt á Masters. Brandt Snedeker fer vegna Lesa meira
GK: Guðrún Bjarnadóttir efst á 2. púttmóti Keiliskvenna
Það mættu 30 konur á annað púttmót vetrarins þrátt fyrir afleita færð og leiðindaveður miðvikudaginn 25. janúar 2012. Sannkallaðar ofurkonur þar á ferð! Guðrún Bjarnadóttir var með besta skorið 28 pútt, næstar voru síðan Helga Jóhannsdóttir og Þórdís Geirsdóttir með 30 pútt. Kvennanefnd Keilis hvetur félagskonur til að mæta á miðvikudaginn 1.febrúar á sama tíma. Það er sama verð og kaffi á könnunni eftir hringinn. Hér fyrir neðan sjáið þið stöðuna eftir 2 mót: Nafn Samtals Guðrún Bjarnadóttir 58 Þórdís Geirsdóttir 59 Valgerður Bjarnadóttir 61 Silja Rún 62 Herdís Sigurjónsdóttir 63 Ingveldur Ingvarsdóttir 63 Jóhanna Sveinsdóttir 63 Ólöf Baldursdóttir 63
PGA: Kyle Stanley í tárum eftir tap á Farmers Insurance Open
Kyle Stanley, sem virtist svo ískaldur á og utan vallar næstum allt Farmers Insurance Open táraðist eftir tap í umspili um titilinn í gær, sunnudaginn (29. janúar 2012). Þessi 24 ára Bandaríkjamaður (Stanley) var um hríð með 7 högga forystu snemma á lokahringnum í Torrey Pines, en kastaði frá sér 3 högga forystu sem hann hafði enn á par-5 lokah0lunni. Stanley þurfti aðeins að fá 7 högga skramba til þess að næla sér í 1. sigur sinn á PGA Tour, en aðhögg hans með sandwedge-inum geigaði og fór í vatnið við flötina og þrípútt varð síðan til þess að hann þurfti að fara í umspil. „Þetta er erfitt, það er virkilega erfitt Lesa meira









