Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 10:00

Asíutúrinn: Scott Hend leiðir eftir 3. dag Zaykabar Myanmar Open

Síðastliðinn fimmtudag hófst 1. eiginlega mót á Asíutúrnum í ár: Zaykabar Myanmar Open styrkt af Air Bagan. Í janúar hefir Q-school Asíutúrsins farið fram, en nú spila helstu stjörnur Asíutúrsins á Royal Mingalardon Golf and Country Club í Yangon. Fyrir lokahring Zaykabar Myanmar Open, sem spilaður verður á morgun er Ástralinn Scott Hend í forystu, er búinn að spila hringina 3 á -16 undir pari, samtals 200 höggum (64 67 69). Aðeins 1 höggi á eftir er thaílenski „John Daly“, Kiradech Aphibarnrat, en þeim köppum vegna vel Daly í Qatar og Kiradech í Myanmar. Í 3. sæti eru 3 kylfingar þ.á.m. Japaninn Tetsuji Hiratsuka á samtals 202 höggum. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 09:00

ALPG & LET: Ryu enn í forystu fyrir lokahring RACV Australian Ladies Masters

So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sem átti svo glæsilegan hring í gær upp á 61 högg, er enn í forystu eftir 3. dag RACV Australian Ladies Masters.  Hún er samtals búin að spila á -20 undir pari, samtals 196 höggum (66 61 69).  Hin ástralska Karrie Webb á mótsmetið upp á -26 undir pari og það gæti vel fallið á morgun ef Ryu spilar á 65 höggum eða betur.  Eftir hringinn var Ryu spurð að því hvaða þýðingu það hefði fyrir hana ef hún ynni mótið. So Yeon Ryo svaraði kurteislega: „Fyrst vil ég taka fram að ég kann vel við völlinn og Ástralíu sem land. Þannig að ég vil virkilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 08:00

PGA: Spencer Levin efstur þegar WM Phoenix Open er frestað vegna myrkurs – hápunktar og högg 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Spencer Levin, sem leiðir þegar 2. hring WM Phonix Open var frestað í nótt vegna myrkurs. Ákveðið hefir verið að hefja leik kl. 07:30 að staðartíma í Arizona (kl. 14:30 að íslenskum tíma). Alls spilaði Levin á -14 undir pari, 128 höggum (65 63). Í 2. sæti með 3 holur eftir óloknar er Harrison Frazer á -11 undir pari. Í 3. sæti eru síðan nýliðinn John Huh og Webb Simpson, sem átti frábæran dag og glæsileg vipphögg, sem valin voru högg þessa 2. dags. Báðir eru á samtals -8 undir pari, 134 höggum; Huh (68 66) og Simpson (65 69). Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 06:00

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn náðu ekki niðurskurði á Sueno Pines Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR náðu ekki niðurskurði á Sueno Pines Classic í Belek í Tyrklandi í gær, en mótið er hluti af fyrstu mótum EPD-mótaraðarinnar þýsku á árinu, en þau fara fram í Tyrklandi og Marokkó. Magakveisa var að hrjá Stefán Má og hætti hann spili eftir 8 holur á þessum 2. degi mótsins. Það var grátlegt því eftir fyrsta dag mótsins var Stefán Már í góðri stöðu, T-14. Þórður Rafn lauk hins vegar leik á +9 yfir pari, en niðurskurður miðaðist við +5 yfir par.  Þórður Rafn var því aðeins 4 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Hann lauk leik á 153 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 21:30

W-7 módelið og LPGA kylfingurinn Kim Hall að spæja um karlkylfingana

Mér er sem ég heyri suma segja, jafnvel áður en ég skrifa þessa grein að hér sé á ferð algjör „kvenrembugolfgrein“, sem eigi ekkert erindi við kylfinga. En hvað sem því líður hér kemur það … Á tyllidögum er oft hamrað á því hversu fáar stelpur og konur spili golf og gullin fyrirheit gefin að gert verði átak til þess að gera íþróttina meira heillandi fyrir kvenþjóðina. En hvað er það sem fælir sumar konur frá því að spila golf? Það skyldi þó ekki vera að það sé viðmótið, sem mætir þeim úti á golfvöllum um allan heim? Sumir karlkylfingar virðast nefnilega ekkert hlýna í viðmóti fyrr en þeir sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 4 – Richard H. Lee

Richard H. Lee fæddist 4. maí 1987 í Chicago, Illinois og er því 24 ára. Richard býr í Scotsdale, Arizona. Hann deildi 24. sæti með Alexandre Rocha og Mark Anderson og var meðal þeirra síðustu sex heppnu að komast inn á PGA Tour og hljóta keppnisrétt þar árið 2012. Lee var í University of Seattle spilaði golf með háskólaliðinu og útskrifaðist þaðan 2010, en það ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.  Í dag er Richard H. Lee 566. besti kylfingur í heimi. Uppáhaldsgolfklúbbur Richard Lee er einkarekinn, Aldarra og er í austurhluta Seattle. Lee myndi langar til að spila á Pebble Beach. Uppáhaldsháskólalið hans eru Washington Huskies og uppáhaldsatvinnuíþróttamannalið eru Seattle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 20:00

Evróputúrinn: Commercialbank Qatar Masters stytt í 54 holu mót þar sem ekkert gekk að spila 2. hring vegna sandstorma

Illa gekk að spila 2. hring í dag á Commecialbank Qatar Masters í Doha og var mótið stytt í 54 holu mót vegna sandstorms í eyðimörkinni.  Í efsta sæti er t.a.m. John Daly á -5 undir pari, þótt hann hafi ekkert farið út í dag. Öðru sætinu deila Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, þó hann hafi bara spilað 7 holur, Jason Day, sem lauk við að spila 6 holur og KJ Choi, sem ekkert fór út, en allir eru á -4 undir pari. Vindhviðurnar náðu 45 mílna hraða á klst. og ómögulegt að spila meira en í 3 klukkustundir. „Völlurinn er á mörkunum að vera spilanlegur og það þjónaði engum tilgangi að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen – 3. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er uppáhaldskylfingur margra Retief Goosen, frá Suður-Afríku. Retief fæddist 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane)  í Suður-Afríku og er því 43 ára í dag. Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 11:00

PGA á Íslandi: Maggi Birgis vann púttmót atvinnumanna og hlaut hina eftirsóttu grænu lopapeysu á aðalfundi PGA á Íslandi

Á heimasíðu PGA á Íslandi var eftirfarandi frétt: „Aðalfundur PGA á Íslandi var haldinn 28. janúar síðastliðinn. Mikil gróska er í samtökunum sem telur nú 55 PGA sérfræðinga, 36 eru viðurkenndir PGA kennarar, sjö eru með stöðuna spilandi atvinnumaður og 12 eru PGA kennaranemar. Stjórn PGA var endurkjörinn með þeirri breytingu þó að úr stjórn fór Jóhann Hjaltason og í hans stað kom Brynjar Eldon. Stjórn PGA á Íslandi er því þannig skipuð: Sigurpáll Geir Sveinsson, Ingi Rúnar Gíslason, Einar Lyng, Jón Þorsteinn Hjartarson og Brynjar Eldon. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf fengu kylfingur ársins 2011 og kennari ársins 2011 viðurkenningar. PGA kylfingur ársins var valinn Birgir Leifur Hafþórsson en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 08:06

PGA: Ryan Palmer leiðir á WM Phoenix Open þegar leik er frestað vegna myrkurs – Hápunktar og högg 1. dags

Í nótt hófst á Scottsdale TPC, Waste Management Phoenix Open. Það er bandaríski kylfingurinn Ryan Palmer, sem var í forystu á -7 undir pari, glæsilegum 64 höggum þegar leik var frestað vegna myrkurs. Lokið verður að leika fyrsta hring í dag kl. 7:30 að staðartíma (kl. 14:30 að íslenskum tíma). Ryan Palmer fékk 8 fugla á hringnum góða og 1 skolla. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Palmer er Webb Simpson og í 3. sæti eru sem stendur 8 kylfingar, þ.á.m. nokkrir sem eiga eftir að ljúka leik og þ.á.m. eini „útlendingurinn“ á topp-10, ástralski nýliðinn Jarrod Lyle, sem átti góðan hring upp á 66 högg. Til þess að Lesa meira