Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 16:45

Viðtalið: Ragnar Már Garðarsson, GKG.

Það er Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem  er viðmælandi í fyrra viðtali hjá Golf 1 í dag. Ragnar Már lék á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára, 2011. Eins vann Ragnar Már Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ og er  tvöfaldur klúbbmeistari árið 2011 þ.e. varð klúbbmeistari í flokki 15-16 ára hjá GKG og eins er hann klúbbmeistari Golfklúbbsins Kiðjabergs. Draga má afrek Ragnars Más, á golfsviðinu, árið 2011, saman í eftirfarandi: 2. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG 1. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti (höggleik) 1. sæti í Arionbankamótaröðinni í Borgarnesi 1. sæti í Meistaramóti GKG 1. sæti á stigalista 15-16 ára Arionbankamótaraðar Loks var Ragnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 13:45

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Pétursdóttir – 5. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR.  Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og er því 17 ára í dag.  Rún spilaði á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, 2011 og tók m.a. þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Rún er Íslandsmeistari í höggleik 2011, í  flokki 15-16 ára,. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, s.l. haust.  Rún var nú nýlega valin í afrekshóp GSÍ 2012. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jane Geddes, 5. febrúar 1960 (52 ára);  José Maria Olazabal 5. febrúar 1966 (46 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 11:00

Glen D. Nager nýr forseti bandaríska golfsambandsins

Glen D. Nager, frá Washington, D.C., hefir verið kjörinn 62. forseti bandaríska golfsambandsins þ.e.  United States Golf Association (USGA) til 1 árs.  Samhliða kjöri Nager í gær fór fram kjör á 15 manna framkvæmdanefnd USGA á árlegum aðalfundi USGA í Houston, Texas. Sem forseti, verður Nager, 53 ára, yfirmaður 300 starfsmanna USGA og nærri 1200 sjálfboðaliða USGA, sem ásamt The R&A fer með æðstu stjórn golfíþróttarinnar á heimsvísu. „Það eru forréttindi að þjóna golfleiknum,“ sagði Nager. „Ég hlakka til að starfa með starfsfólki USGA og sjálfboðaliðunum í þeim verkefnum og áskorunum sem íþróttin stendur frammi fyrir. Heimild: Heimasíða USGA

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 10:00

ALPG & LET: Christel Boeljon sigraði á RACV Australian Ladies Masters

Þetta er farið að verða að einhverri tísku árið 2012 – að menn séu 3-4 höggum á eftir forystumanni móts og steli síðan sigrinum. Einmitt það gerðist í nótt þegar hollenska stúlkan Christel Boeljon, sem var 3 höggum á eftir So Yeon Ryufrá Suður-Kóreu fyrir lokahringinn sigraði RACV Australian Ladies Masters á Gullströnd, Ástralíu með 1 höggi.Það var fuglinn á lokaholunni af 5 metra færi sem færði evrópska Solheim Cup leikmanninum (Christel) 2. sigur hennar á Evróputúr kvenna, en alls spilaði hún á -21 undir pari (66, 65, 68, 68 ) á par-72, 5954 metra RACV Royal Pines golfvellinum í Queensland.Opna bandaríska risamótstitilhafinn So-Yeon Ryu fékk hins vegar slétt par, en við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn bætti sig um 6 högg milli hringja á Jones Cup Invitational

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, tekur þátt í Jones Cup Invitational, sem fram fer dagana 3.-5. febrúar á golfvelli Ocean Forrest GC á Sea Island í Georgia í Bandaríkjunum. Eftir 2 spilaða hringi er Ólafur Björn T-69 af 90 keppendum, þ.e. deilir 69. sæti ásamt öðrum. Hann spilaði fyrsta hring mótsins á 83 höggum en bætti sig í nótt  milli hringja um 6 högg og kom í hús á 77 höggum (fékk 5 skolla).  Hann er því samtals búinn að spila á 160 höggum þ.e. samtals á +16 yfir pari. Þess mætti geta að aðstæður til keppni voru erfiðar, hvasst og kalt og skor keppenda almennt há.   Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 02:15

PGA: Spencer Levin enn efstur fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. dags

Bandaríkjamaðurinn Spencer Levin er með 6 högga forystu fyrir lokahring WM Phoenix Open, sem spilaður verður í dag, á Webb Simpson, sem er í 2. sæti. Levin er alls búinn á spila á -17 undir pari, samtals 196 höggum (65 63 68). Simpson er sem segir á samtals 202 höggum (65 69 68). Í 3. sæti eru Bubba Watson og nýliðinn John Huh á -10 undir pari og síðan kemur hópur 5 kylfinga i í 5. sæti, en í honum er m.a. Kyle Stanley sem glutraði sigurfæri úr höndunum á sér um síðustu helgi á Farmers Insurance Open, sem sýnir bara að allt getur gerst þótt forystan sé mikil fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 16:45

Myndasería: Febrúarsíðdegi í golfi hjá GSG í Sandgerði

Það er bara 4. febrúar 2012, en ótrúlegt nokk það er hægt að vera í golfi í Sandgerði. Völlurinn er í frábæru ástandi miðað við árstíð, veðurfar nú í vetur og aðstæður allar.  Hann er svolítið blautur og pollamyndun nokkur á einstaka braut, sem og að vætan dregur að sjálfsögðu úr hraða flatanna og boltinn snarstoppar eftir innáhögg. En það er hægt að vera í golfi á góðum velli! Það voru fjölmargir sem drógu fram settið og lögðu leið sína á Kirkjubólsvöll. Framkvæmdastjórahjónin Guðmundur Einarsson og Alda Elíasdóttir reiddu síðan fram gómsætar vöfflur handa svöngum kylfingum, sem gott var gæða sér á eftir hringinn. Með því að smella hér má sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 16:44

Febrúarsíðdegi í golfi hjá GSG – 4. febrúar 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 16:00

Evróputúrinn: Lawrie leiðir í Qatar eftir 3. dag

Það er Paul Lawrie sem leiðir eftir 2. dag Commercialbank Qatar Masters styrktu af Dolphin Energy , en forystan er naum aðeins 1 höggs. Takist Lawrie að sigra á morgun verður það í 2. sinn sem hann vinnur titilinn, en hann vann líka fyrir 13 árum í Doha, þ.e. árið 1999 … og fylgdi því frábæra gengi upp með að verða sigurvegari Opna breska í Carnoustie það ár. Nú, á móti sem búið er að stytta í 54 holu mót vegna hvassra vinda, þá er þessi 43 ára Skoti á samtals -8 undir pari eftir frábæran 2. hring upp á 67 högg. Á hringnum varð hann m.a. að taka á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Iben Tinning 4. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Iben Tinning. Hún fæddist 4. febrúar 1974 í Kaupmannahöfn og er því 38 ára í dag. Iben gerðist atvinnumaður í golfi 1998 og spilaði lengst mestallan feril sinn á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún sigraði 6 sinnum, í síðasta sinn í desember 2010 á Omega Dubai Ladies Masters. Iben er gift og á 1 son, Mads og íslenska hestinn Mími. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Willy Park Jr., 4. febrúar 1864 (SJÁ UMFJÖLLUN GOLF1 UM HANN NR.1 HÉR:  NR. 2 HÉR:); John Byron Nelson, Jr., 4. febrúar 1912 – d. 26. september 2006 Iben Tinning, 4. febrúar 1974 Ásdís Ósk Valsdóttir F. Lesa meira