Viðtalið: Ragnar Már Garðarsson, GKG.
Það er Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem er viðmælandi í fyrra viðtali hjá Golf 1 í dag. Ragnar Már lék á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára, 2011. Eins vann Ragnar Már Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ og er tvöfaldur klúbbmeistari árið 2011 þ.e. varð klúbbmeistari í flokki 15-16 ára hjá GKG og eins er hann klúbbmeistari Golfklúbbsins Kiðjabergs. Draga má afrek Ragnars Más, á golfsviðinu, árið 2011, saman í eftirfarandi: 2. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG 1. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti (höggleik) 1. sæti í Arionbankamótaröðinni í Borgarnesi 1. sæti í Meistaramóti GKG 1. sæti á stigalista 15-16 ára Arionbankamótaraðar Loks var Ragnar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Pétursdóttir – 5. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR. Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og er því 17 ára í dag. Rún spilaði á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, 2011 og tók m.a. þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Rún er Íslandsmeistari í höggleik 2011, í flokki 15-16 ára,. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, s.l. haust. Rún var nú nýlega valin í afrekshóp GSÍ 2012. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Geddes, 5. febrúar 1960 (52 ára); José Maria Olazabal 5. febrúar 1966 (46 Lesa meira
Glen D. Nager nýr forseti bandaríska golfsambandsins
Glen D. Nager, frá Washington, D.C., hefir verið kjörinn 62. forseti bandaríska golfsambandsins þ.e. United States Golf Association (USGA) til 1 árs. Samhliða kjöri Nager í gær fór fram kjör á 15 manna framkvæmdanefnd USGA á árlegum aðalfundi USGA í Houston, Texas. Sem forseti, verður Nager, 53 ára, yfirmaður 300 starfsmanna USGA og nærri 1200 sjálfboðaliða USGA, sem ásamt The R&A fer með æðstu stjórn golfíþróttarinnar á heimsvísu. „Það eru forréttindi að þjóna golfleiknum,“ sagði Nager. „Ég hlakka til að starfa með starfsfólki USGA og sjálfboðaliðunum í þeim verkefnum og áskorunum sem íþróttin stendur frammi fyrir. Heimild: Heimasíða USGA
ALPG & LET: Christel Boeljon sigraði á RACV Australian Ladies Masters
Þetta er farið að verða að einhverri tísku árið 2012 – að menn séu 3-4 höggum á eftir forystumanni móts og steli síðan sigrinum. Einmitt það gerðist í nótt þegar hollenska stúlkan Christel Boeljon, sem var 3 höggum á eftir So Yeon Ryufrá Suður-Kóreu fyrir lokahringinn sigraði RACV Australian Ladies Masters á Gullströnd, Ástralíu með 1 höggi.Það var fuglinn á lokaholunni af 5 metra færi sem færði evrópska Solheim Cup leikmanninum (Christel) 2. sigur hennar á Evróputúr kvenna, en alls spilaði hún á -21 undir pari (66, 65, 68, 68 ) á par-72, 5954 metra RACV Royal Pines golfvellinum í Queensland.Opna bandaríska risamótstitilhafinn So-Yeon Ryu fékk hins vegar slétt par, en við Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn bætti sig um 6 högg milli hringja á Jones Cup Invitational
Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte, tekur þátt í Jones Cup Invitational, sem fram fer dagana 3.-5. febrúar á golfvelli Ocean Forrest GC á Sea Island í Georgia í Bandaríkjunum. Eftir 2 spilaða hringi er Ólafur Björn T-69 af 90 keppendum, þ.e. deilir 69. sæti ásamt öðrum. Hann spilaði fyrsta hring mótsins á 83 höggum en bætti sig í nótt milli hringja um 6 högg og kom í hús á 77 höggum (fékk 5 skolla). Hann er því samtals búinn að spila á 160 höggum þ.e. samtals á +16 yfir pari. Þess mætti geta að aðstæður til keppni voru erfiðar, hvasst og kalt og skor keppenda almennt há. Í Lesa meira
PGA: Spencer Levin enn efstur fyrir lokahringinn – hápunktar og högg 3. dags
Bandaríkjamaðurinn Spencer Levin er með 6 högga forystu fyrir lokahring WM Phoenix Open, sem spilaður verður í dag, á Webb Simpson, sem er í 2. sæti. Levin er alls búinn á spila á -17 undir pari, samtals 196 höggum (65 63 68). Simpson er sem segir á samtals 202 höggum (65 69 68). Í 3. sæti eru Bubba Watson og nýliðinn John Huh á -10 undir pari og síðan kemur hópur 5 kylfinga i í 5. sæti, en í honum er m.a. Kyle Stanley sem glutraði sigurfæri úr höndunum á sér um síðustu helgi á Farmers Insurance Open, sem sýnir bara að allt getur gerst þótt forystan sé mikil fyrir Lesa meira
Myndasería: Febrúarsíðdegi í golfi hjá GSG í Sandgerði
Það er bara 4. febrúar 2012, en ótrúlegt nokk það er hægt að vera í golfi í Sandgerði. Völlurinn er í frábæru ástandi miðað við árstíð, veðurfar nú í vetur og aðstæður allar. Hann er svolítið blautur og pollamyndun nokkur á einstaka braut, sem og að vætan dregur að sjálfsögðu úr hraða flatanna og boltinn snarstoppar eftir innáhögg. En það er hægt að vera í golfi á góðum velli! Það voru fjölmargir sem drógu fram settið og lögðu leið sína á Kirkjubólsvöll. Framkvæmdastjórahjónin Guðmundur Einarsson og Alda Elíasdóttir reiddu síðan fram gómsætar vöfflur handa svöngum kylfingum, sem gott var gæða sér á eftir hringinn. Með því að smella hér má sjá Lesa meira
Febrúarsíðdegi í golfi hjá GSG – 4. febrúar 2012
Evróputúrinn: Lawrie leiðir í Qatar eftir 3. dag
Það er Paul Lawrie sem leiðir eftir 2. dag Commercialbank Qatar Masters styrktu af Dolphin Energy , en forystan er naum aðeins 1 höggs. Takist Lawrie að sigra á morgun verður það í 2. sinn sem hann vinnur titilinn, en hann vann líka fyrir 13 árum í Doha, þ.e. árið 1999 … og fylgdi því frábæra gengi upp með að verða sigurvegari Opna breska í Carnoustie það ár. Nú, á móti sem búið er að stytta í 54 holu mót vegna hvassra vinda, þá er þessi 43 ára Skoti á samtals -8 undir pari eftir frábæran 2. hring upp á 67 högg. Á hringnum varð hann m.a. að taka á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Iben Tinning 4. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Iben Tinning. Hún fæddist 4. febrúar 1974 í Kaupmannahöfn og er því 38 ára í dag. Iben gerðist atvinnumaður í golfi 1998 og spilaði lengst mestallan feril sinn á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún sigraði 6 sinnum, í síðasta sinn í desember 2010 á Omega Dubai Ladies Masters. Iben er gift og á 1 son, Mads og íslenska hestinn Mími. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Park Jr., 4. febrúar 1864 (SJÁ UMFJÖLLUN GOLF1 UM HANN NR.1 HÉR: NR. 2 HÉR:); John Byron Nelson, Jr., 4. febrúar 1912 – d. 26. september 2006 Iben Tinning, 4. febrúar 1974 Ásdís Ósk Valsdóttir F. Lesa meira






