Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 10:00

Asíutúrinn: Scott Hend leiðir eftir 3. dag Zaykabar Myanmar Open

Síðastliðinn fimmtudag hófst 1. eiginlega mót á Asíutúrnum í ár: Zaykabar Myanmar Open styrkt af Air Bagan. Í janúar hefir Q-school Asíutúrsins farið fram, en nú spila helstu stjörnur Asíutúrsins á Royal Mingalardon Golf and Country Club í Yangon.

Fyrir lokahring Zaykabar Myanmar Open, sem spilaður verður á morgun er Ástralinn Scott Hend í forystu, er búinn að spila hringina 3 á -16 undir pari, samtals 200 höggum (64 67 69).

Aðeins 1 höggi á eftir er thaílenski „John Daly“, Kiradech Aphibarnrat, en þeim köppum vegna vel Daly í Qatar og Kiradech í Myanmar.

Í 3. sæti eru 3 kylfingar þ.á.m. Japaninn Tetsuji Hiratsuka á samtals 202 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Zaykabar Myanmar Open smellið HÉR: