
PGA á Íslandi: Maggi Birgis vann púttmót atvinnumanna og hlaut hina eftirsóttu grænu lopapeysu á aðalfundi PGA á Íslandi
Á heimasíðu PGA á Íslandi var eftirfarandi frétt:
„Aðalfundur PGA á Íslandi var haldinn 28. janúar síðastliðinn. Mikil gróska er í samtökunum sem telur nú 55 PGA sérfræðinga, 36 eru viðurkenndir PGA kennarar, sjö eru með stöðuna spilandi atvinnumaður og 12 eru PGA kennaranemar.
Stjórn PGA var endurkjörinn með þeirri breytingu þó að úr stjórn fór Jóhann Hjaltason og í hans stað kom Brynjar Eldon. Stjórn PGA á Íslandi er því þannig skipuð: Sigurpáll Geir Sveinsson, Ingi Rúnar Gíslason, Einar Lyng, Jón Þorsteinn Hjartarson og Brynjar Eldon.
Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf fengu kylfingur ársins 2011 og kennari ársins 2011 viðurkenningar.
PGA kylfingur ársins var valinn Birgir Leifur Hafþórsson en hann hlaut nafnbótina jafnframt á síðasta ári. Birgir Leifur er vel að nafnbótinni kominn en hann er í dag okkar fremsti kylfingur, reyndi hann meðal annars fyrir sér í fyrsta sinn á bandarísku PGA mótaröðina og komst upp á annað stig. Hann reyndi jafnframt að endurnýja þátttökurétt sinn á Evrópsku mótaröðina sem hann missti eftir bakmeiðsli og komst sömuleiðis á annað stig úrtökumótsins. Birgir Leifur mun taka þátt í evrópsku Áskorendamótaröðinni í ár og verður spennandi að fylgjast með honum spreyta sig á henni.
Derrick Moore var útnefndur Kennari ársins, fyrir framúrskarandi störf við afreksþjálfun kylfinga úr GKG, landsliðsins og störf við PGA Golfkennara-skólann. Derrick hefur komið nálægt mörgum kylfingnum í störfum sínum við barna og unglingastarf og hefur fjöldinn allur af okkar bestu og efnilegustu kylfingum notið leiðsagnar Derricks einhverntíman á keppnisferlinum.
Hefð er fyrir því að halda árlegt púttmót atvinnumanna samhliða aðalfundinum. Baráttan var hörð í ár og var úrslitaviðureignin á milli þeirra Einars Lyng og Magnúsar Birgissonar. Einar átti titil að verja frá því árinu á undan en varð á endanum að játa sig sigraðan. Það varð því Magnús Birgisson sem var krýndur PGA Pútt meistarinn 2011 og hlotnast þann heiður að klæðast hinni eftirsóttu grænu lopapeysu þetta árið.“
Heimild: Heimasíða PGA
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023