Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 08:06

PGA: Ryan Palmer leiðir á WM Phoenix Open þegar leik er frestað vegna myrkurs – Hápunktar og högg 1. dags

Í nótt hófst á Scottsdale TPC, Waste Management Phoenix Open. Það er bandaríski kylfingurinn Ryan Palmer, sem var í forystu á -7 undir pari, glæsilegum 64 höggum þegar leik var frestað vegna myrkurs. Lokið verður að leika fyrsta hring í dag kl. 7:30 að staðartíma (kl. 14:30 að íslenskum tíma). Ryan Palmer fékk 8 fugla á hringnum góða og 1 skolla.

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Palmer er Webb Simpson og í 3. sæti eru sem stendur 8 kylfingar, þ.á.m. nokkrir sem eiga eftir að ljúka leik og þ.á.m. eini „útlendingurinn“ á topp-10, ástralski nýliðinn Jarrod Lyle, sem átti góðan hring upp á 66 högg.

Jarrod Lyle.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. daga á WM Phoenix Open smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á WM Phoenix Open smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á WM Phoenix Open, sem Rickie Fowler átti, smellið HÉR: