Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 08:05

ALPG & LET: So Yeon Ryu leiðir þegar RACV Ladies Australian Masters er hálfnað

Það er So Yeon Ryu sem leiðir á 2. degi RACV Ladies Australian Masters. Hún átti sannkallaðan glæsihring upp á 61 högg – á hring þar sem hún fékk 12 fugla og 1 skolla, -11 undir pari glæsiskor dagsins í Ástralíu! Á fyrri 9 fékk hún m.a. 5 fugla í röð (á 3.-7. braut). Samtals er Ryu búin að spila á – 17 undir pari, 127 höggum (66 61). Í 2. sæti 4 höggum á eftir Ryu er hollenska stúlkan Christel Boeljon, á -13 undir pari, samtals 131 höggi (66 65). Þriðja sætinu deila forystukona gærdagsins Boo Mee Lee og ástralska stúlkan Nikki Campell, hvor á -10 undir pari samtals. Bandaríski Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 07:00

Birgir Björn, Bjarki, Gísli, Guðmundur Ágúst, Guðrún Brá, Haraldur Franklín, Ragnhildur og Sunna á leið í viku æfingaferð til Flórída

Á golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning: „Þann 7. febrúar n.k. heldur hluti af okkar bestu og efnilegustu kylfingum í æfingaferð á Eagle Creek í Orlando, Flórída. Alls fara 9 kylfingar úr Afrekshópi GSÍ, auk Úlfar Jónssonar landsliðsþjálfara, og Brynjars Eldon Geirssonar, aðstoðarþjálfara GSÍ. Eitt af markmiðum nýrrar afreksstefnu GSÍ var að veita aukin tækifæri til æfinga- og keppnisferða. Þessi ferð er sérsniðin fyrir unga kylfinga, og veitir þeim tækifæri á markvissri æfingaferð þar sem hægt er að leika golf og æfa samkvæmt æfingaáætlun við bestu aðstæður. Landsliðsþjálfari valdi 8 kylfinga á aldrinum 14-20 ára. Kylfingarnir eru: Gísli Sveinbergsson GK, Birgir Björn Magnússon GK, Bjarki Pétursson GB, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, Haraldur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 06:00

GSG: Hagnaður 7,3 milljónir 2011 – töluverðar breytingar á stjórn á aðalfundi 1. febrúar s.l.

Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis fór fram 1. febrúar 2012 og mættu um 30 félagsmenn á fundinn. Töluverð endurnýjun varð í stjórn GSG. Formaðurinn Sigurjón Gunnarsson gaf kost á sér til áframhaldandi starfa og var hann einróma kosin til eins árs. Ársreikningar voru samþykktir með 7,3 milljóna kr.- hagnaði og skýrist það einna helst á styrk frá Sandgerðisbæ vegna vélakaupa en klúbburinn keypti vélar fyrir 6,3 milljónir kr.- Félagafjöldi stóð nánast í stað á milli ára en skráðir félagar í GSG eru í dag 211 en það er svipaður fjöldi og hefur verið síðustu ár. Almenn hækkun á félagsgjöldum var samþykkt 5.000 kr.- og fer þá einstaklingsgjald fullorðna í 50.000 kr.- Hjónagjald Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 22:00

EPD: Stefán Már í 14. sæti og Þórður Rafn í 24. sæti á Sueno Pines Classic eftir 1. dag

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR hófu í dag leik á Sueno Pines Classic mótinu í Belek, í Tyrklandi, en mótið er hluti EPD-mótaraðarinnar þýsku. Stefán Már spilaði á -1 undir pari, 71 höggi og deilir 14. sætinu með 5 kylfingum. Á hringnum fékk Stefán Már 4 fugla og 3 skolla. Þórður Rafn lauk leik í dag á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir 24. sætinu með 16 kylfingum. Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir fyrsta dag Sueno Pines Classic smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 3 – Nathan Green

Nathan Andrew Green fæddist 13. maí 1975 í Newcastle, New South Wales, í Ástralíu. Hann gerðist atvinnumaður 1998. Snemma á ferlinum spilaði hann aðallega á Ástralasíu túrnum og kanadíska túrnum  meðan vetur var í Ástralíu. Árið 2000 spilaði hann á Queensland PGA Championship í Ástralíu og  the Benefit Partners/NRCS Classic í Kanada. Þar sem honum mistókst að hljóta kortið sitt á bandaríska PGA 2002, 2004 og 2005 spilaði hann í 2. deild, þ.e. á Nationwide Tour. Hann lauk keppnistímabilinu 2005 í 18. sætinu á peningalistanum, þannig að hann hlaut kortið eftirsótta á PGA 2006.  Hann lauk leik í 5. sæti á fyrsta móti sínu á PGA Tour og í 2. móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (9. grein af 12)

Jack sigrar á 4. Opna breska og 5. PGA Championship risamótunum Á árinu 1980 varð Jack Nicklaus aðeins 4 sinnum meðal efstu 10 í 14 mótum, sem hann tók þátt í, en hann sló met með 2 af þessum mótum sem hann vann (þ.e. Opna bandaríska og PGA Championship); hin tvö voru T-4 árangur í Opna breska og 2. sætið á Doral-Eastern Open á eftir Raymond Floyd þar sem Jack varð að láta í minni pokann í umspili. Þessir sigrar og stöður á skortöflunni réttlættu alla vinnuna sem Nicklaus lagði í spil sitt í keppnishléi. Jack sett nýtt met í heildarskori á Opna bandaríska 1980, en hann var á 272 höggum samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 14:30

Evróputúrinn: Fdez-Castaño skín skært í Qatar – er í 1. sæti eftir 1. dag

Það var Spánverjanum Gonzalo Fdez-Castaño sem tókst að hrifsa til sín 1. sætið á 1. degi Commercialbank Qatar Masters, sem hófst í dag í Doha í Qatar. Fdez-Castaño spilaði á -6 undir pari, 66 höggum, 1 höggi betur en John Daly. Á hringnum fékk Spánverjinn 9 fugla og 3 skolla. Í 2. sæti er John Daly einn á 67 höggum og í 3. sæti eru kylfingarnir góðkunnu Jason Day og KJ Choi, báðir á 68 höggum. Fimmta sætinu á 69 höggum í dag deila 5 kylfingar þ.á.m. Svíinn Peter Hanson. Westwood og Kaymer sem þóttu sigurstranglegastir deila 15. sætinu ásamt 20 öðrum kylfingum á -1 undir pari, 71 höggi hver. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 14:15

ALPG & LET: Boo Mee Lee í 1. sæti á RACV Australian Ladies Masters

Í dag hófst í Queensland í Ástralíu, nánar tiltekið á RACV Royal Pines Resort, Gold Coast RACV Australian Ladies Masters. Eftir 1. dag eru 3 stúlkur frá Suður-Kóreu í efstu sætunum. Í 1. sæti er Boo-Mee Lee. Hún var á -7 undir pari, spilaði á 65 glæsihöggum. Öðru sætinu deila löndur hennar So Yeon Ryu og Hee Kyung Seo og hollenska stúlkan Christel Boeljon á -6 undir pari hver, þ.e. á 66 höggum og aðeins 1 höggi á eftir Boo-Mee. Loks eru 4 stúlkur í 5. sætir á -5 undir pari, hver, þ.e. 67 höggum, þ.á.m. bandaríska stúlkan Lexi Thompson. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á RACV smellið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 14:00

ALPG: Hver er kylfingurinn: Rachel L. Bailey?

Golf 1 heldur hér áfram að kynna kylfinga sem spila á ALPG (ens. Australian Ladies Professional Golf). Í dag verður Rachel L. Bailey kynnt en hún vermdi efsta sætið eftir 1. hring Bing Lee/Samsung Women´s NSW Open, s.l. helgi, þar sem hin 14 ára Lydía Ko skrifaði sig í sögubækurnar með því að slá aldursmet – þ.e. hún varð yngsti kylfingurinn til þess að sigra mót atvinnumanna hvort heldur er karla eða kvenna.  Rachel lauk leik í því móti í 8. sæti en mætir nú keik til leiks í RACV Australian Ladies Masters, sem hófst í dag, en eftir 1. hring deilir Rachel 40. sæti á -1 undir pari. Rachel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Virginie Lagoutte-Clement – 2. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Virginie Lagoutte-Clement. Virginie er fædd í Montelimar, Suður-Frakklandi 2. febrúar 1979 og er hún því 33 ára í dag. Virginie gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og komst á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour) árið á eftir, 2004 og hefir spilað á þeirri mótaröð síðan. Hún giftist 2006 og tók þá upp nafn eiginmanns síns Clement, en hafði áður keppt bara undir eftirnafni sínu Lagoutte. Árið 2008 eignaðist hún dótturina Victoríu. Virginie hefir þrívegis sigrað á LET: Hún vann KLM Ladies Open, 2005; Finnair Masters, 2006 og Ladies Scottish Open, 2010. Besti árangur hennar í risamótum er T-16 á Opna breska kvennamótinu 2007. Aðrir frægir Lesa meira