Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 4 – Richard H. Lee

Richard H. Lee fæddist 4. maí 1987 í Chicago, Illinois og er því 24 ára. Richard býr í Scotsdale, Arizona. Hann deildi 24. sæti með Alexandre Rocha og Mark Anderson og var meðal þeirra síðustu sex heppnu að komast inn á PGA Tour og hljóta keppnisrétt þar árið 2012. Lee var í University of Seattle spilaði golf með háskólaliðinu og útskrifaðist þaðan 2010, en það ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.  Í dag er Richard H. Lee 566. besti kylfingur í heimi.

Richard H. Lee ásamt konu sinni, sem hann kvæntist 18 ára.

Uppáhaldsgolfklúbbur Richard Lee er einkarekinn, Aldarra og er í austurhluta Seattle. Lee myndi langar til að spila á Pebble Beach. Uppáhaldsháskólalið hans eru Washington Huskies og uppáhaldsatvinnuíþróttamannalið eru Seattle Seahawks. Honum líkar að fylgjast með Golf Channel, og uppáhaldskvikmyndin er „Gladiator“. Uppáhaldsbókin hans er biblían. Uppáhaldsmaturinn er kóreanskur. Seattle er uppáhaldsborg Richard Lee og Hawaii er í uppáhaldi í fríum. Hann ferðast aldrei án símans síns. Uppáhaldskylfingar á túrnum eru Tiger Woods og K.J. Choi.

Richard Lee kvæntist 18 ára og átti barn ári síðar. Um það segir hann: „Að verða faðir og eignmaður hefir kennt mér tímastjórnun. Ég hef breytta sýn á lífð. Golf er ekki allt.“

Hér má sjá myndskeið með sveiflu: RICHARD H. LEE