Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 20:00

Evróputúrinn: Commercialbank Qatar Masters stytt í 54 holu mót þar sem ekkert gekk að spila 2. hring vegna sandstorma

Illa gekk að spila 2. hring í dag á Commecialbank Qatar Masters í Doha og var mótið stytt í 54 holu mót vegna sandstorms í eyðimörkinni.  Í efsta sæti er t.a.m. John Daly á -5 undir pari, þótt hann hafi ekkert farið út í dag.

Öðru sætinu deila Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, þó hann hafi bara spilað 7 holur, Jason Day, sem lauk við að spila 6 holur og KJ Choi, sem ekkert fór út, en allir eru á -4 undir pari.

Vindhviðurnar náðu 45 mílna hraða á klst. og ómögulegt að spila meira en í 3 klukkustundir. „Völlurinn er á mörkunum að vera spilanlegur og það þjónaði engum tilgangi að senda strákana út,“ sagði David Probyn, framkvæmdastjóri mótsins.

Reynt verður að halda áfram með mótið á morgun þ.e. klára 2. hring og spila síðan þann 3. á sunnudaginn.

Til þess að sjá stöðuna á Commercialbank Qatar Masters eftir 2. dag smellið HÉR: