Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 09:00

ALPG & LET: Ryu enn í forystu fyrir lokahring RACV Australian Ladies Masters

So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sem átti svo glæsilegan hring í gær upp á 61 högg, er enn í forystu eftir 3. dag RACV Australian Ladies Masters.  Hún er samtals búin að spila á -20 undir pari, samtals 196 höggum (66 61 69).  Hin ástralska Karrie Webb á mótsmetið upp á -26 undir pari og það gæti vel fallið á morgun ef Ryu spilar á 65 höggum eða betur.  Eftir hringinn var Ryu spurð að því hvaða þýðingu það hefði fyrir hana ef hún ynni mótið. So Yeon Ryo svaraði kurteislega:

„Fyrst vil ég taka fram að ég kann vel við völlinn og Ástralíu sem land. Þannig að ég vil virkilega sigra á þessu móti, vegna þess veistu, að mótið á sér ríka hefð. Pallurinn með fána heimaríkis sigurvegarans og mynd laða. Ég vil láta reisa minn fána þarna og ég veit ekki af hverju, mér bara líkar við landið sérstaklega Gullströndina, vegna þess að ég ver tíma mínum alltaf hér. Að sigra myndi vera virkilega, virkilega, virkilega frábært.“

Í 2. sæti er hollenska stúlkan Christel Boeljon, 3 höggum á eftir Ryu.  Þriðja sætinu, 5 höggum á eftir Ryu, deila ítalska stúlkan Diana Luna og Ha-Neul Kim frá Suður-Kóreu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag RACV Australian Ladies Masters smellið HÉR: