Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 22:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 29 – Brendon Todd

Nú er komið að nr. 29 af „Nýju strákunum á PGA Tour 2012″ – þeim síðasta, þeim sem varð nr. 1 og sigraði á lokaúrtökumóti Q-school PGA í La Quinta, Kaliforníu: Bandaríkjamanninum Brendon Todd og lýkur því hér með þessari greinaröð í kvöld. Brendon fæddist í Pittsburgh, Pennsylvaníu 22. júlí 1985 og er því 26 ára. Brendon byrjaði að spila golf 5 ára gamall þegar hann fór með pabba sínum og bræðrum á golfvöllinn. Hann útskrifaðist frá University of Georgia 2007, með háskólagráðu í markaðsfræðum. Í dag býr Brendon í Atlanta, Georgíu. Ýmsir fróðleiksmolar um Brendon Todd: Hann segir helsta afrekið í golfinu vera að fá tvívegis ás á sömu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 21:15

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 28 – Stephen Gangluff

Bandaríkjamaðurinn Stephen Gangluff varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti Q-school PGA og spilar því á PGA Tour keppnistímabilið 2012. Stephen fæddist í Marysville 6. september 1975 og er því 36 ára. Það var pabbi hans sem kom honum af stað í golfinu. Hann spilaði í golfiði Ohio State University og gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Stephen spilaði á Nationwide Tour  árin 2003, 2004, 2007, og 2011. Besti árangur hans var T-3 í Preferred Health Systems Wichita Open, árið 2007.  Hann spilaði líka á kanadíska PGA árin 2002 og 2012, en ávann sér keppnisrétt sinn í gegnum Q-school. Besti árangur hans árið 2002 var T-19 í FedEx St. Jude Classic. Nokkrir fróðleiksmolar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 20:30

PGA: Kylfuberi Casey hélt að hann fengi bíl þegar Paul Casey fór holu í höggi á lokahring Cadillac heimsmótsins

Skotinn Craig Connolly, kylfuberi Paul Casey fagnaði ákaft þegar Paul fór holu í höggi á 15. braut á Cadillac heimsmótinu á lokahringnum í dag. Hann var nefnilega búinn að gera samning við Paul um að hann fengi helming af sigurlaununum ef Paul tækist að fara holu í höggi og viti menn … á par-3 15.braut Bláa Skrímslisins gerðist einmitt það! Paul sló svo sem eitt stykki draumahögg. Fallegur rauður Cadillac er við 15. braut og taldi Craig sig nú eiga helming í bílnum… Eitthvað dró úr fagnaðarlátunum þegar honum var sagt að verðlaunin fyrir að fara holu í höggi væru bara á 13. braut…. Sjá má myndskeið af gleðilátum Craig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir bætti sig um 1 högg á lokahring JMU Eagle Landing Invite

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG tók þátt í JMU Eagle Landing Invite mótinu, í Eagle Landing Golf Club, í Orange Park, Flórída ásamt liði sínu, UNCG. Mótið stóð dagana 9.-11. mars 2012 og lauk í dag. Þátttakendur 101 frá 18 háskólum. Berglind spilaði á +24 yfir pari, samtals 240 höggum (79 81 80) og bætti sig því um 1 högg á lokahringnum. Hún deildi 77. sætinu  ásamt 3 öðrum. Lið Berglindar, UNCG, deildi 7. sæti ásamt 2 öðrum háskólum. Til þess að sjá úrslitin á JMU Eagle Landing Invite smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik á Semiole Intercollegiate á 74 höggum

Í dag lauk á  Southwood golfvellinum, í Tallahassee, Flórída, Seminole Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum og þeirra á meðal Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Mótið stóð dagana 9.-11. mars 2012. Ólafur Björn spilaði hringina 3 á samtals +12 yfir pari, samtals 225 höggum (76 75 74) þ.e. bætti sig um 1 högg á hverjum degi. Á lokahringnum fékk Ólafur Björn 3 fugla, 3 skolla og slæman skramba á 9. braut. Ólafur Björn deilir  71. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Charlotte er sem stendur í 11. sæti í liðakeppninni, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætisröðun liðs Ólafs Björns, Charlotte breyst aðeins. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 15:00

Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 6 – Valderrama

Valderrama golfklúbburinn  eða Club de Golf Valderrama upp á spænsku er einn best þekkti einkagolfklúbbur Evrópu og hann er eins og svo margir frábærir golfklúbbar staðsettur í Cádiz, í Andalucíu. Ár eftir ár er hann valinn besti völlur Evrópu. T.a.m. hefir hann verið valinn golfvöllur nr. 1 á meginlandi Evrópu af Golf World Magazine, 15 ár í röð og var valinn nr. 1 af t.a.m. Golf Monthly 2011. Flest okkar þekkja völlinn af því að Ryder Cup fór fram þar 1997, Volvo Masters hefir verið haldið þar ár eftir ár og eins var Andalucia Masters haldið þar á síðasta ári, 2011, þar sem Sergio Garcia sigraði svo eftirminnilega. Meðal kylfinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Erlingsdóttir – 11. mars 2012

Það er Sigríður Erlingsdóttir, GSG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og því 36 ára í dag. Hún er í stjórn Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) og systir Bylgju Dís Erlingsdóttur, núverandi klúbbmeistara GSG.  Sigríður hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri. Hún tók m.a. þátt í Febrúarmóti I hjá GSG, þann 11. febrúar s.l. og fékk m.a. glæsiörn á 13. braut Kirkjubólsvallar sem er par-4. Sigríður þurfti aðeins 2 högg á holuna, en þetta var fyrsti örninn á ferlinum. Hún varð síðan í 1. sæti af konunum sem þátt tóku. Sigríður á 3 börn. Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Andrew Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 09:45

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á WGC Cadillac Championship

Bubba Watson er með forystuna á WGC Cadillac Championship eftir 3. dag, er með 3 högga forystu á þá sem næstir koma þá Justin Rose og Keegan Bradeley. Á blaðamannafundi eftir 3. hring var Bubba hrósað fyrir þennan frábæra hring og hann spurður hvað sér finndist um hringinn. Svar Bubba: „Jú svo sannarlega (var þetta frábær hringur). Ég byrjaði vel fékk örn og fugl á 2. holu. Missti stutt (pútt) á 3. og þrípúttaði á 4.; svo var þetta hálfgert þrípútt á 9., en þar sem það var á kantinum telst það kannski ekki sem þrípútt og síðan fékk ég skolla á 16. En á heildina litið var þetta frábær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 22:50

PGA: Bubba Watson leiðir enn fyrir lokahringinn á Bláa Skrímslinu

Nú rétt í þessu var að ljúka 3. hring á Cadillac heimsmótinu í golfi á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída. Það er sleggjan Bubba Watson sem enn er í forystu þrátt fyrir að hafa sagt við blaðamenn eftir glæsihring sinn í gær að völlurinn hentaði sér alls ekki. Ljóst er að högglengd Bubba er að koma honum að góðum notum, sem og það að hann nýtur þess að spila við Englendinginn Justin Rose eða „Rosey“ eins og hann kallar Justin, sem er í 2. sæti. Bubba er alls búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (70 62 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma. Öðru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 22:10

ALPG: Hver er kylfingurinn – Kristie Newton?

Forsíðumyndin í kvöld er af ástralska kylfingnum Kristie Newton, eins og hún birtist fyrir 6 árum á umdeildu dagatali þeirra ALPG stúlkna í Ástralíu.  Kristie var bæði ungfrú júní, þ.e. myndin var júní mynd dagatalsins og eins  prýddi hún forsíðu dagatalsins. Kristie spilaði þá golf á ALPG og á Evróputúrnum. Kristie Newton er dóttir Jack Newton (f. 30. janúar 1950), sem spilaði áður á ástralska PGA, Evróputúrnum og PGA túrnum bandaríska á 8. og 9. áratugnum. Frægt er þegar Tom Watson vann Jack Newton í umspili 1975 á Opna breska. Ferill Jack fékk sviplegan endi þegar hann lenti í hrottalegu slysi, þ.e. lenti í flugvélahreyfli og missti hægri handlegg, hægra Lesa meira