Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 20:30

PGA: Kylfuberi Casey hélt að hann fengi bíl þegar Paul Casey fór holu í höggi á lokahring Cadillac heimsmótsins

Skotinn Craig Connolly, kylfuberi Paul Casey fagnaði ákaft þegar Paul fór holu í höggi á 15. braut á Cadillac heimsmótinu á lokahringnum í dag. Hann var nefnilega búinn að gera samning við Paul um að hann fengi helming af sigurlaununum ef Paul tækist að fara holu í höggi og viti menn … á par-3 15.braut Bláa Skrímslisins gerðist einmitt það! Paul sló svo sem eitt stykki draumahögg.

Fallegur rauður Cadillac er við 15. braut og taldi Craig sig nú eiga helming í bílnum… Eitthvað dró úr fagnaðarlátunum þegar honum var sagt að verðlaunin fyrir að fara holu í höggi væru bara á 13. braut….

Sjá má myndskeið af gleðilátum Craig Connolly með því að smella HÉR: