Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik á Semiole Intercollegiate á 74 höggum

Í dag lauk á  Southwood golfvellinum, í Tallahassee, Flórída, Seminole Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum og þeirra á meðal Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Mótið stóð dagana 9.-11. mars 2012.

Ólafur Björn spilaði hringina 3 á samtals +12 yfir pari, samtals 225 höggum (76 75 74) þ.e. bætti sig um 1 högg á hverjum degi. Á lokahringnum fékk Ólafur Björn 3 fugla, 3 skolla og slæman skramba á 9. braut.

Ólafur Björn deilir  71. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Charlotte er sem stendur í 11. sæti í liðakeppninni, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætisröðun liðs Ólafs Björns, Charlotte breyst aðeins.

Til þess að sjá úrslitin á Seminole Intercollegiate mótinu smellið HÉR: