Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Erlingsdóttir – 11. mars 2012

Það er Sigríður Erlingsdóttir, GSG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og því 36 ára í dag. Hún er í stjórn Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) og systir Bylgju Dís Erlingsdóttur, núverandi klúbbmeistara GSG.  Sigríður hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri. Hún tók m.a. þátt í Febrúarmóti I hjá GSG, þann 11. febrúar s.l. og fékk m.a. glæsiörn á 13. braut Kirkjubólsvallar sem er par-4. Sigríður þurfti aðeins 2 högg á holuna, en þetta var fyrsti örninn á ferlinum. Hún varð síðan í 1. sæti af konunum sem þátt tóku. Sigríður á 3 börn.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Andrew Sherborne, 11. mars 1961 (51 árs);  Brett Liddle, 11. mars 1970 (42 ára); Roger Tambellini, 11. mars 1975 (37 ára)… og …


F. 11. mars 1957 (55 ára)
F. 11. mars 1996 (16 ára)
F. 11. mars 1950 (62 ára)
F. 11. mars 1957 (55 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is