Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 21:15

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 28 – Stephen Gangluff

Bandaríkjamaðurinn Stephen Gangluff varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti Q-school PGA og spilar því á PGA Tour keppnistímabilið 2012. Stephen fæddist í Marysville 6. september 1975 og er því 36 ára. Það var pabbi hans sem kom honum af stað í golfinu. Hann spilaði í golfiði Ohio State University og gerðist atvinnumaður í golfi 1996.

Stephen spilaði á Nationwide Tour  árin 2003, 2004, 2007, og 2011. Besti árangur hans var T-3 í Preferred Health Systems Wichita Open, árið 2007.  Hann spilaði líka á kanadíska PGA árin 2002 og 2012, en ávann sér keppnisrétt sinn í gegnum Q-school. Besti árangur hans árið 2002 var T-19 í FedEx St. Jude Classic.

Nokkrir fróðleiksmolar um Stephen Gangluff:

Hann segir að mestu afrekin í golfinu séu að spila í þeim 2 Opnu bandarísku risamótum, sem hann tekur þátt í. Hann segir að foreldrar hans séu fyrirmyndir sínar.  Mesta afrekið utan golfsins segir hann sé að kvænast konu sinni. Uppáhaldsgolfvöllur sem hann hefir spilað er Torrey Pines GC (Suður-völlurinn) og Pebble Beach GL.

Fyrsti bíllinn hans var Chevy Cavalier.

Uppáhaldskvikmyndir hans eru „The Big Chill“ og „The Wizard of Oz.“ Uppáhaldsmaturinn er sushi. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn er“Seinfeld.“.

Uppáhaldsborgir hans eru New York og Bend, Oregon.

Það vita ekki margir að Stephen Gangluff er góður kokkur.

Hann notar Ohio State headcover sem konan hans prjónar.

Uppáhaldsverkfæri hans er keðjusög.

Hann er með orkustangir (Clif bars) og þurrkað nautakjöt (ens. beef jerky) sem nesti í pokanum.

Meðal þess sem Stephen Gangluff langar til að gera í framtíðinni er að prófa snjóbretti og fallhlífarstökk.

Heimild: PGA Tour og Wikipedia.