Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir bætti sig um 1 högg á lokahring JMU Eagle Landing Invite

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG tók þátt í JMU Eagle Landing Invite mótinu, í Eagle Landing Golf Club, í Orange Park, Flórída ásamt liði sínu, UNCG. Mótið stóð dagana 9.-11. mars 2012 og lauk í dag. Þátttakendur 101 frá 18 háskólum.

Berglind spilaði á +24 yfir pari, samtals 240 höggum (79 81 80) og bætti sig því um 1 högg á lokahringnum. Hún deildi 77. sætinu  ásamt 3 öðrum. Lið Berglindar, UNCG, deildi 7. sæti ásamt 2 öðrum háskólum.

Til þess að sjá úrslitin á JMU Eagle Landing Invite smellið HÉR: