Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 21:45

Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 5 – Arcos Gardens – 4. grein af 4

Arcos Gardens golfstaðurinn er í miklu Sherry-vín framleiðsluhéraði eins og margir aðrir af golfstöðum Cádiz, sem kynntir verða og hafa nú þegar verið kynntir eins og t.d. Sherry golfvöllurinn, sem ber nafn þessarar eðalveigar.  Því verður 4. og síðasta greinin að sinni um Arcos helguð Sherry-inu, en óvíða fæst betra Sherry en einmitt á Arcos Gardens og gott að njóta svo sem eins glass af þessum höfuga drykk að hring loknum eða að kvöldi dags í ægifögru sólsetri Arcos. Það voru Fönikkumenn sem fyrstir komu með vín í héraðið og þegar á tímum Rómverja var spænsk vínframleiðsla í hávegum höfð og keypt dýrum dómum. Um spænsk vín er m.a. fjallað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 20:20

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 27 – Bobby Gates

Nú er aldeilis farið að síga á seinni hlutann í kynningunni á „nýju strákunum“ á PGA Tour 2012, en það er heiti sem notað er yfir þá 29, sem hlutu kort sín (eða endurnýjuðu þau) í gegnum Q-school PGA í La Quinta, í Kaliforníu, í desember s.l. Á morgun verður kynningunni á nýju strákunum á PGA Tour 2012 lokið með stæl, en þá verða 2 greinar birtar þ.e. um þá sem urðu í 1. og 2. sæti í Q-school PGA (þá Brendon Todd og Stephen Gangluff). Í kvöld verður Bobby Gates kynntur en hann deildi 3. sætinu ásamt Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu, sem kynntur var í gær. Bobby Gates fæddist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 19:20

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 7. grein af 8.

2011 Rory á Memorial Tournament í júní. Masters 2011 Fyrir tæpu ári síðan, 7. apríl 2011 var Rory á 65 höggum á 1. hring The Masters í Augusta, Georgia og tók forystu 1. daginn á -7 undir pari skollafríum hring. Hann er yngsti kylfingur til þess nokkru sinni að hafa verið í forystu eftir 1. hring á Masters. Á föstudeginum var hann á 69 höggum og átti 2 högg á Jason Day, með samtals skor upp á -10 undir pari. Á laugardeginum var hann á 70 og samtals -12 undir pari og átti 4 högg á næstu keppendur.  En lokin þekkja flestallir –  á fjórða og lokadegi mótsins spilaði hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 18:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns hefir lokið 2. hring á JMU Eagle Landing Invite

Í gær hófst í Eagle Landing Golf Club í Orange Park, Flórída JMU Eagle Landing Invite mótið. Þátttakendur eru 101 frá 18 háskólum, þ.á.m. Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG. Mótið stendur dagana 9.-11. mars 2012. Berglind spilaði 1. hring á +7 yfir pari, 79 höggum í gær, en í dag var hún á +9 yfir pari, 81 höggi.   Samtals er Berglind því á samtals +16 yfir pari eftir 2 fyrstu daga mótsins.  Enn eiga margar eftir að ljúka leik og því ekki hægt að segja með nákvæmni til um sætið sem Berglind verður í eftir 2. dag. Í gær var hún T-63, en eftir daginn í dag er ljóst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn bætti sig um 1 högg á 2. hring Seminole Intercollegiate

Í gær hófst á Southwood golfvellinum, í Tallahassee, Flórída, Seminole Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum og þeirra á meðal er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Mótið stendur dagana 9.-11. mars 2012. Ólafur Björn spilaði fyrsta hring í gær á +5 yfir pari í dag, 76 höggum og í dag bætti hann sig um 1 högg, spilaði á 75 höggum. Á hringnum í dag spilaði Ólafur Björn holur 1-9 á pari en á seinni 9 fékk hann 3 skolla, 1 skramba og 1 fugl. Ólafur Björn deilir sem stendur 73. sætinu með 3 öðrum kylfingum, en sætisröðun gæti breyst aðeins því nokkrir eiga eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Taylor Leon – 10. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Taylor Leon. Taylor fæddist 10. mars 1987 og á þvi 25 ára stórafmæli í dag! Taylor var 2 ár í University of Georgia áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2007, en meðaltalsskor hennar var þá 6. lægsta skor kvenkylfinga í Bandaríkjunum (áhugamanna 72,48). Hún á að baki 2 sigra á LPGA Futures Tour, báða 2007 í CIGNA Golf Classic og Betty Puskar Golf Classic. Besta skorið hennar eru 65 högg. Taylor giftist í síðasta mánuði, nánar tiltekið 11. febrúar, kæresta sínum, Brandon Coutu, sem leikur með Buffalo Bills í bandaríska fótboltanum. Giftingin hafði það m.a. í för með sér að vinkona Taylor, Paula Creamer tók ekki þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 10:00

Myndskeið: Viðtal við Jessicu Korda á Morning Drive

Jessica Korda er aðeins 19 ára, en er þegar búin að innbyrða sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni.  Það gerði hún s.s. allir muna á ISPS Handa Women´s Australian Open, þar sem hún lenti í 6 stúlkna umspili og stóð í lokin ein uppi sem sigurvegari. Hún fagnaði sigrinum líkt og pabbi hennar, tennisleikarinn Petr Korda gerði 1998 þegar hann vann Australian Open í tennis með „skærastökki“ (ens. scissor kick – sjá mynd). Foreldrar Jessie eins og hún er alltaf kölluð, Petr og Regina eru nefnilega heimsþekktir tennisleikarar frá Tékkóslóvakíu. Í skemmtilegu viðtali í bandaríska golfþættinum Morning Drive segir Jessie m.a. vera þakklát foreldrum sínum að hún hafi fengið að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 06:30

PGA: Matt Jones leiðir þegar Puerto Rico Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Á sama tíma og Cadillac heimsmótið fer fram á Bláa Skrímslinu í Miami, þá spila þeir sem eru á PGA Tour en eru ekki með keppnisrétt í Doral á Puerto Rico Open.  Spilað er Trump Internatioanl vellinum í Rio Grande, á Puerto Rico. Sá sem leiðir þegar mótið er hálfnað er Ástralinn Matt Jones, en hann er búinn að spila hringina 2 á -11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn George McNeill höggi á eftir Jones og í 3. sæti er japanska golfstjarnan Ryo Ishikawa og Bandaríkjamaðurinn Todd Hamilton á -7 undir pari. Fimmta sætinu deila 6 kylfingar m.a. nýliðarnir Roberto Castro (sjá kynningu Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 05:30

PGA: Hápunktar og högg 2. dags á Cadillac heimsmótinu í Flórída

Þau voru mörg hver falleg tilþrifin á 2. degi Cadillac heimsmótsins í Doral, Flórída. Í samantektinni hér að neðan er einkum fókusað á fjölmörg löng pútt sem duttu, s.s. eins og fuglapútt á 14. hjá Phil Mickelson, en Phil vann einmitt mótið, árið 2009. Eins er fallegt fuglapútt Tigers á 4. flöt, en hann vann mótið  síðast 2007 og  hefir alls unnið það 6 sinnum.   Síðan var líka fallegt fuglapútt Luke Donald (70 68) á par-3 9. brautinni, en fyrrum nr. 1 í heiminum þarf að taka sig á ætli hann sér að endurheimta sæti sitt, en hann deilir sem stendur í 10. sætinu með 4 Bandaríkjamönnum, öðrum forystumanni 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 23:00

PGA: Bubba Watson leiðir á Cadillac heimsmótinu í Flórída eftir 2. dag

Það er sleggjan Bubba Watson sem leiðir þegar Cadillac heimsmótið er hálfnað.  Bubba átti frábæran hring í dag upp á 62 högg, þar sem dagsins ljós litu hvorki fleiri né færri en 9 fuglar, 1 örn og 1 skolli. Glæsilegt hjá Bubba! Bubba er því alls búinn að spila á samtals -12 undir pari, 132 höggum (70 62). Aðeins 1 höggi á eftir Bubba er Justin Rose, sem búinn er að spila báða hringi sína undir 70 (69 64) og enn öðru höggi á eftir í 3. sæti er forystumaður gærdagsins, Ástralinn Adam Scott (66 68), sem er að spila jafnt og fallegt golf. Martin Kaymer er heldur betur búinn Lesa meira