
ALPG: Hver er kylfingurinn – Kristie Newton?
Forsíðumyndin í kvöld er af ástralska kylfingnum Kristie Newton, eins og hún birtist fyrir 6 árum á umdeildu dagatali þeirra ALPG stúlkna í Ástralíu. Kristie var bæði ungfrú júní, þ.e. myndin var júní mynd dagatalsins og eins prýddi hún forsíðu dagatalsins. Kristie spilaði þá golf á ALPG og á Evróputúrnum.
Kristie Newton er dóttir Jack Newton (f. 30. janúar 1950), sem spilaði áður á ástralska PGA, Evróputúrnum og PGA túrnum bandaríska á 8. og 9. áratugnum. Frægt er þegar Tom Watson vann Jack Newton í umspili 1975 á Opna breska. Ferill Jack fékk sviplegan endi þegar hann lenti í hrottalegu slysi, þ.e. lenti í flugvélahreyfli og missti hægri handlegg, hægra auga og hlaut skelfileg sár innvortis á maga.
Jack Newton kennir samt enn golf í Ástralíu þar sem hann er með Jack Newton Junior Golf Foundation.
Ferill dóttur hans Kristie lauk líka fyrr en búist var við, þ.e. árið 2008, en Kristie sem þá spilaði á Evrópumótaröðinni varð að draga sig í hlé vegna torkennilegs sjúkdóms sem lagðist á lófa hennar og gerði henni erfitt um vik að spila. Hún sinnti í kjölfarið módelstörfum og giftist í lok árs, 29. desember 2008, rugby leikmanninum Ben Dixon.
Þess mætti geta að hluti af ágóða af sölu dagatalsins umdeilda rann til stuðning baráttunnar gegn brjóstakrabbameini og enn einn hlutinn til styrkveitinga á ALPG.
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023