ALPG: Hver er kylfingurinn – Kristie Newton?
Forsíðumyndin í kvöld er af ástralska kylfingnum Kristie Newton, eins og hún birtist fyrir 6 árum á umdeildu dagatali þeirra ALPG stúlkna í Ástralíu. Kristie var bæði ungfrú júní, þ.e. myndin var júní mynd dagatalsins og eins prýddi hún forsíðu dagatalsins. Kristie spilaði þá golf á ALPG og á Evróputúrnum.
Kristie Newton er dóttir Jack Newton (f. 30. janúar 1950), sem spilaði áður á ástralska PGA, Evróputúrnum og PGA túrnum bandaríska á 8. og 9. áratugnum. Frægt er þegar Tom Watson vann Jack Newton í umspili 1975 á Opna breska. Ferill Jack fékk sviplegan endi þegar hann lenti í hrottalegu slysi, þ.e. lenti í flugvélahreyfli og missti hægri handlegg, hægra auga og hlaut skelfileg sár innvortis á maga.
Jack Newton kennir samt enn golf í Ástralíu þar sem hann er með Jack Newton Junior Golf Foundation.
Ferill dóttur hans Kristie lauk líka fyrr en búist var við, þ.e. árið 2008, en Kristie sem þá spilaði á Evrópumótaröðinni varð að draga sig í hlé vegna torkennilegs sjúkdóms sem lagðist á lófa hennar og gerði henni erfitt um vik að spila. Hún sinnti í kjölfarið módelstörfum og giftist í lok árs, 29. desember 2008, rugby leikmanninum Ben Dixon.
Þess mætti geta að hluti af ágóða af sölu dagatalsins umdeilda rann til stuðning baráttunnar gegn brjóstakrabbameini og enn einn hlutinn til styrkveitinga á ALPG.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024