Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 22:50

PGA: Bubba Watson leiðir enn fyrir lokahringinn á Bláa Skrímslinu

Nú rétt í þessu var að ljúka 3. hring á Cadillac heimsmótinu í golfi á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída. Það er sleggjan Bubba Watson sem enn er í forystu þrátt fyrir að hafa sagt við blaðamenn eftir glæsihring sinn í gær að völlurinn hentaði sér alls ekki. Ljóst er að högglengd Bubba er að koma honum að góðum notum, sem og það að hann nýtur þess að spila við Englendinginn Justin Rose eða „Rosey“ eins og hann kallar Justinsem er í 2. sæti.

Bubba er alls búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (70 62 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma.

Öðru sætinu deila þeir Justin Rose og Keegan Bradley á -14 undir pari, samtals 202 höggum, Justin (69 64 69) og Keegan (69 67 66).

Svíinn Peter Hanson er í 4. sæti á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (65 70 69).

Fimmta sætinu deila Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Zach Johnson á -11 undir pari, samtals 205 höggum hvor, Kuch (72 67 66) og Zach (70 68 67).

Johnson Wagner er í 7. sæti  á -10 undir pari, samtals 206 höggum (70 69 67).

Síðan eru mörg stór nöfn sem deila 8. sætinu á samtals -9 undir pari. Fyrstan ber að nefna nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy (73 69 65), sem var hundóánægður með hring upp á 65 og fannst hann geta hafa verið á lægra skori.  Aðrir í 8. sæti eru: Luke Donald (70 68 69); Tiger Woods (72 67 68); Webb Simpson (75 66 66); Charl Schwartzel (68 69 70) og Martin Kaymer (73 64 70).

Loks mætti nefna að Adam Scott hrundi niður í 14. sætið, sem hann deilir með 3 öðrum, Stricker, Van Pelt og Howell III, en Adam átti „afleitan hring“ í dag upp á 74 högg, eftir glæsiskor undanfarinna 2 daga (66 68). Þeir sem deila 14. sætinu eru búnir að spila á -8 undir pari hver, samtals 208 höggum hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Cadillac heimsmótinu í Flórída smellið HÉR: