PGA: Bubba Watson leiðir enn fyrir lokahringinn á Bláa Skrímslinu
Nú rétt í þessu var að ljúka 3. hring á Cadillac heimsmótinu í golfi á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída. Það er sleggjan Bubba Watson sem enn er í forystu þrátt fyrir að hafa sagt við blaðamenn eftir glæsihring sinn í gær að völlurinn hentaði sér alls ekki. Ljóst er að högglengd Bubba er að koma honum að góðum notum, sem og það að hann nýtur þess að spila við Englendinginn Justin Rose eða „Rosey“ eins og hann kallar Justin, sem er í 2. sæti.
Bubba er alls búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (70 62 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma.
Öðru sætinu deila þeir Justin Rose og Keegan Bradley á -14 undir pari, samtals 202 höggum, Justin (69 64 69) og Keegan (69 67 66).
Svíinn Peter Hanson er í 4. sæti á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (65 70 69).
Fimmta sætinu deila Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar og Zach Johnson á -11 undir pari, samtals 205 höggum hvor, Kuch (72 67 66) og Zach (70 68 67).
Johnson Wagner er í 7. sæti á -10 undir pari, samtals 206 höggum (70 69 67).
Síðan eru mörg stór nöfn sem deila 8. sætinu á samtals -9 undir pari. Fyrstan ber að nefna nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy (73 69 65), sem var hundóánægður með hring upp á 65 og fannst hann geta hafa verið á lægra skori. Aðrir í 8. sæti eru: Luke Donald (70 68 69); Tiger Woods (72 67 68); Webb Simpson (75 66 66); Charl Schwartzel (68 69 70) og Martin Kaymer (73 64 70).
Loks mætti nefna að Adam Scott hrundi niður í 14. sætið, sem hann deilir með 3 öðrum, Stricker, Van Pelt og Howell III, en Adam átti „afleitan hring“ í dag upp á 74 högg, eftir glæsiskor undanfarinna 2 daga (66 68). Þeir sem deila 14. sætinu eru búnir að spila á -8 undir pari hver, samtals 208 höggum hver.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Cadillac heimsmótinu í Flórída smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024