Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 7 – Sanlúcar Club de Campo
Sanlúcar Club de Campo er í bænum Sanlúcar de Barrameda. Af vellinum er víða fallegt útsýni fyir Guadalquivir og Doñana þjóðgarðinn. Fyrir þá sem hafa spilað Matalascañas, þá er kannski best að lýsa Sanlúcar þannig að þjóðgarðurinn sé á milli vallanna Matalascañas til vesturs og Sanlúcar til austurs – það er samt ekki hægt að fara stystu leið meðfram ströndinni eða í gegnum þjóðgarðinn nema að leggja í einhverjar svaðilferðir, en enginn vegur er stystu leið – maður verður að keyra hálfa leið upp til Sevilla og beygja síðan í átt að Portúgal sé ætlunin að keyra frá Sanlúcar til Matalascañas. En aftur að Sanlúcar vellinum, frá golfvellinum er fagurt Lesa meira
PGA: Sergio Garcia með „sprengju“ á 3. braut Bláa Skrímslisins í gær – 12 högg á par-4 og 10 mestu sprengjur atvinnukylfinga í sögunni
Það skiptir ekki máli hversu skemmtilegt það er að sjá að atvinnukylfingar geta átt stórsprengjur eins og við hin. Það var ekki annað hægt en að vorkenna aumingja Sergio Garcia eftir að hann fékk tólfu á par-4 3. braut Bláa Skrímslisins í gær á lokahring WCG Cadillac mótsins. Við höfum líklegast öll verið á svipuðu skori á einhverjum parti á ferlinum, að frátöldu að við þurftum ekki að opinbera skömmina fyrir framan hálf Bandaríkin og sjónvarpsvélarnar sem fylgdust með. Það er vel hægt að setja sig í spor Sergio hversu svekktur hann hefir verið að vita að allt var búið eftir aðeins 3 holur… en þó kláraði hann með stæl Lesa meira
GSG: Pétur Þór Jaidee kjörinn íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2011
Á www.sandgerdi.is er eftirfarandi frétt: „Pétur Þór Jaidee golfmaður var kjörinn íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2011 við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsinu í Sandgerði á föstudaginn, en Pétur hefur náð framúrskarandi árangri í golfi. Fjórir aðrir voru tilnefndir íþróttamenn ársins; Dagbjört Ottesen Karlsdóttir fyrir sund, Guðmundur Gísli Gunnarsson fyrir knattspyrnu, Karel Bergmann Gunnarsson fyrir taekwondo, og Rúnar Ágúst Pálsson fyrir körfuknattleik. Við sama tækifæri veitti frístunda-, forvarna- og jafnréttisráð í fyrsta sinn sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerðisbæ. Viðurkenninguna hlaut Sveinn Hans Gíslason. Kjör íþróttamanns ársins fer fram í minningu Magnúsar Þórðarsonar, eins stofnanda Knattspyrnufélagsins Reynis. Við afhendinguna sagði Sigursveinn B. Jónsson bæjarfulltrúi og formaður nefndar um Lesa meira
Justin Rose kominn í 7. sæti heimslistans
Með sigri sínum í gær á Cadilac heimsmótinu í Flórída fór Englendingurinn Justin Rose, úr 22. sæti heimslistans í 7. sætið. Sigurinn er hans 4. á PGA Tour, en áður hefir hann sigrað hið virta Memorial mót Jack Nicklaus, AT&T National og nú síðast í september Barclays Championship, en það er hluti FedEx Cup. Bubba Watson, sem búinn var að leiða allt mótið en varð að gera sér að góðu 2. sætið á Cadillac heimsmótinu hækkaði í 16. sætið. George McNeil sem sigraði á Puerto Rico Open hækkar um heil 70 sæti á heimslistanum var í 176. sæti en er nú vegna sigursins kominn í 106. sætið. Staða efstu 10 á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Fannar Elvarsson – 12. mars 2012
Það er Skagamaðurinn Axel Fannar Elvarsson, GL, sem er afmæliskylfingur dagsins en Axel Fannar er fæddur 12. mars 1998 og á því 14 ára afmæli í dag. Axel Fannar stundar golf af kappi og spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar með góðum árangri. Hann stundar nám við Grundaskóla á Akranesi. Foreldrar hans eru Anna Guðbjörg Lárusdóttir og Sigurður Elvar Þórólfsson og hann á 2 systkini, Ísak Örn og Elísu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (42 ára); Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (27 ára) og Sharmila Nicollet 12. Lesa meira
PGA: Hápunktar og högg 4. dags á WGC Cadillac Championship – viðtal við sigurvegarann Justin Rose
Englendingurinn Justin Rose vann sem kunnugt er WGC Cadillac Championship og er þetta stærsti sigur hans á ferlinum og fyrsta heimsmótið sem hann vinnur. Fyrir sigurinn fær Justin u.þ.b. 175 íslenskar milljónir króna. Eftir að sigurinn var í höfn var tekið viðtal við Justin, en sjá má myndskeið af því hér fyrir neðan. Þar sagði Justin m.a. að þetta hefði verið frábært, frábært mót og í raun frábærar 2 vikur. Hér að neðan má líka sjá upprifjun á spennunni í gær, þar sem teknir eru saman hápunktar 4. dags á Cadillac heimsmótinu og frábær ás Paul Casey, sem olli kylfubera hans þessum líka vonbrigðum s.s. frægt er orðið, en hann Lesa meira
Hver er kylfingurinn: George McNeill?
George McNeill sigraði á Puerto Rico Open. En veit einhver hver sigurvegarinn er? George William McNeill, Jr. fæddist í Naples, Flórída, 2. október 1975 og er því 36 ára. Hann hefir 2 sinnum sigrað á PGA Tour, fyrra skiptið var Frys.com Open árið 2007. Hann var í golfliði Florida State University. McNeil var All-ACC og All-America selection árin 1997 og 1998. Sem stendur spilar McNeill á PGA Tour. Hann var áður á Nationwide Tour, árið 2003 en hélt ekki kortinu sínu og spilaði því á Golden Bear túrnum og spilaði aðeins á 1 móti Nationwide Tour. Árið 2005 var hann á ýmsum minniháttar mótaröðum og reyndi stöðugt við Nationwide og PGA Tour Lesa meira
PGA: George McNeill sigraði í Puerto Rico – hápunktar og högg 4. dags
Það var Bandaríkjamaðurinn George McNeill sem sigraði á Trump Internatioanal golfvellinum í Puerto Rico, en þar lauk í gær Puerto Rico Open. George McNeill spilaði á -16 undir pari, samtals 272 höggum (66 70 67 69). Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð japanska stórstjarnan Ryo Ishikawa. Þriðja sætinu deildu nafn sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflunni Henrik Stenson og Boo Weekley, báðir á -13 undir pari hvor. Í 5. sætinu voru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown og Ástralinn Matt Jones á -12 undir pari samtals, hvor og 7. sætinu deildu nýliðinn og mormóninn Daníel Summerhayes (sjá kynningu Golf 1 á Summerhayes HÉR:) og Kevin Stadler á samtals -11 undir Lesa meira
PGA: Justin Rose sigraði á WGC Cadillac Championship
Það var Englendingurinn Justin Rose, sem stóð uppi sem sigurvegari á WGC Cadillac Championship nú rétt í þessu. Justin spilaði á samtals -16 undir pari, samtals 272 höggum (69 64 69 70). Í 2. sæti varð Bubba Watson, 1 höggi á eftir, á samtals -15 undir pari, 273 höggum (70 62 67 74). Hringur Bubba var afleitur í dag, en hann leiddi fyrir lokahringinn með 3 höggum. Á hinni hötuðu par-4, 18. braut gat Bubba jafnað við Rosey, en það tókst ekki, hann fékk par og því 5 skolla og 3 fugla, sem þýddi 74 högg. Í 3. sæti var nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy á -14 undir pari, Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 8. grein af 8
2012 Hér er komið að síðustu greininni í greinaröðinni um Rory McIlroy. Hér í lokin verður farið yfir það helsta á ferli hans á þessu ári, 2012. Fyrsta mót Rory á árinu var Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þ.e. á Mið-Austurlandasveiflu Evróputúrsins í lok janúar. Mótið var mikið í kastljósinu vegna þess að Tiger spilaði á því og Luke Donald, þá nr. 1 í heimi og fyrrverandi nr. 2 í heimi, Lee Westwood. Rory spilaði með Woods og Donald í aðalhópnum fyrstu 2 dagana. Skor hans var 67-72-68 og í upphafi lokahringsins var hann í 3. sæti á eftir forystumönnunum Robert Rock og Tiger. Rory lauk leik -3 undir pari, á Lesa meira










