
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 29 – Brendon Todd
Nú er komið að nr. 29 af „Nýju strákunum á PGA Tour 2012″ – þeim síðasta, þeim sem varð nr. 1 og sigraði á lokaúrtökumóti Q-school PGA í La Quinta, Kaliforníu: Bandaríkjamanninum Brendon Todd og lýkur því hér með þessari greinaröð í kvöld.
Brendon fæddist í Pittsburgh, Pennsylvaníu 22. júlí 1985 og er því 26 ára. Brendon byrjaði að spila golf 5 ára gamall þegar hann fór með pabba sínum og bræðrum á golfvöllinn. Hann útskrifaðist frá University of Georgia 2007, með háskólagráðu í markaðsfræðum. Í dag býr Brendon í Atlanta, Georgíu.
Ýmsir fróðleiksmolar um Brendon Todd:
Hann segir helsta afrekið í golfinu vera að fá tvívegis ás á sömu holu (17. holu) tvo daga í röð á sama mótinu þ.e. Athens Regional Foundation Classic, árið 2009 á Nationwide Tour. Mesta afrek hans utan golfsins er að fara í 140 metra teygjustökk í Nýja-Sjálandi.
Uppáhaldsgolfvellir hans, sem hann hefir spilað eru Augusta National GC, Turnberry og Oakmont CC og hann myndi gjarnan vilja spila Cypress Point og Pine Valley.
Uppáhaldsvefsíður hans eru: spin.com, espn.com, cbssports.com, georgiadogs.com og youtube.com.
Uppáhaldslið hans eru Georgia Bulldogs, Pittsburgh Steelers og Atlanta Braves.
Uppáhaldssjónvarpsþættir hans eru „Entourage“ og „Modern Family.“.
Uppáhaldskvikmyndir hans eru „Gladiator,“ „Rounders“ og „Wedding Crashers.“.
Uppáhaldsmatur hans eru steik, pizza og hamborgarar frá Five Guys.
Uppáhaldsíþróttamenn Brendon eru Roger Federer, hvaða Pittsburgh Steeler sem er og hver sem er í draumafótboltaliði hans.
Uppáhaldsborgir eru Las Vegas og Queenstown á Nýja-Sjálandi.
Twitterfang hans er: @brendontodd.
Uppáhaldstæki hans eru iPad og Kindle.
Uppáhaldsöppin eru spin.com, Twitter og ESPN scorecenter.
Hann er með orkustangir (Clif Bars) og epli í golfpokanum sínum.
Í draumaholli Brendon Todd eru Jack Nicklaus, Michael Jordan og þjálfari Pittsburgh Steeler, Mike Tomlin.
Brendon er með Georgia Bulldog headcover á kylfunum sínum.
Meðal þess sem Brendon myndi langa til að prófa í framtíðinni er að vera á seglbretti, stunda fallhlífarstökk, sigra á risamóti og klífa Mount Everest.
Uppáhaldssögn hans er „If you do all you can do, that’s all you can do“ sem haft er eftir Jim Douglas. (Ísl: ef þú gerir allt sem þú getur gert, þá er það allt sem þú getur gert.“
Brendon ólst upp í Raleigh Norður-Karólínu þar sem hann spilaði m.a. við Webb Simpson.
Heimild: PGA Tour
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024