Myndskeið: Phil Mickelson kylfingur febrúarmánaðar á PGA Tour
Phil Mickelson vann svo sem mörgum er í fersku minni AT&T mótið á Pebble Beach með lokahring upp á 64 glæsihögg. Og það í einvígi við sjálfan Tiger Woods. Golfáhugamenn velja kylfing mánaðarins opinni kosningu á netinu. Avis bílaleigan verðlaunar síðan kylfing mánaðarins með ávísun upp á $ 50.000,- (rúmum 6 milljónum íslenskra króna). Phil ákvað að verðlaunafé hans skyldi renna til stofnunar sinnar og Amy eiginkonu sinnar, sem beitir sér fyrir menntun fátækra barna. Sjá má myndskeið um val á kylfingi febrúarmánaðar á PGA Tour með því að smella HÉR:
Myndskeið: Tiger Woods segist munu spila skynsamara golf eftir því sem hann eldist
Í dag hefst á Bay Hill, Arnold Palmer Invitational. Höfðinginn gamli Arnold Palmer fylgist enn vel með öllu í heimi golfsins og honum finnst stundum „gamla Tiger” bregða fyrir… þeim sem við golfáhugamenn þráum svo mjög að sjá aftur. En hann (Arnold Palmer) sér líka minniháttar breytingar á sveiflu Tigers af völdum Sean Foley, sem hann hefir sínar efasemdir um. „En… ég hugsa að hann sé nógu sterkur og klár og hann hefir allt til að gera það sem hann (Tiger) gerði alltaf áður….” ….. (sigra?) „Þannig ef ég ætti að vera með spá þá myndi ég segja: „varið ykkur, vegna þess að einn þessara daga á hann eftir að Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 11 – Real Club de Golf Sotogrande
Golfvöllur Real Club de Golf Sotogrande var hannaður af einum virtasta golfvallarhönnuði heims, Robert Trent Jones, sem hannaði aðra fræga velli í Andalucíu, m.a. Valderrama, sem áður hefir verið kynntur sjá HÉR: Real Club de Golf í Sotogrande gengur undir nafninu „gamli völlurinn“ (opnaði 1964) en Valderrama „nýi völlurinn“ (opnaði 10 árum síðar, 1974) meðal staðkunnugra. Þetta er golfvöllur sem allir kylfingar njóta. Hann er umvafinn furutrjám, eucalyptus trjám og veglegum eikartrjám, ekki að ógleymdum fallegu pálmatrjánum. Reynið að slá í pálmatré og ná bolta úr því! Trén eru í mörgum tilvikum ágætis hindranir. Á vellinum eru líka margar erfiðar vatnshindranir, erfiðar vegna þess að það er svo auðvelt að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (7. grein af 20) – Paola Moreno
Nú er komið að því að kynna Paolu Moreno eina af 9 stúlkum sem deildu 20. sæti á lokaúrtökumóti Q-school í desember s.l. Hún fékk spilarétt skv. kategóríu 16, þ.e. fékk takmarkaðri spilarétt heldur en þær sem 20 sem fengu fullan þátttökurétt á LPGA en þó meiri en þær sem lentu í sæti 31-40 (kategoría 20, minnstur spilaréttur í mótum LPGA). Paula Moreno er frá Kólombíu . Hún fæddist 22. ágúst 1985 og er því 26 ára. Paola byrjaði að spila golf 7 ára. Hún segir mömmu sína vera mesta stuðningsmann sinn og þann einstakling,sem hafi haft mest áhrif á hana. Áhugamál utan golfsins er lestur góðra bóka. Paola var í Lesa meira
Golfútbúnaður: Ping Nome pútterinn
Ping Nome pútterinn er nákvæmnismiðaður pútter úr áli af hæstu gæðagráðu með tungsten þyngingar í sóla. Ping Nome er ákaflega fyrirgefandi pútter sem bætir púttstöðuna. Miðunarlínur á Nome pútternum eru í andstöðu við hvíta miðmiðunarlínuna sem hjálapar kylfingnum með miðið í upphafi púttsins. Fyrirgefanleiki Nome skrifast á létta þyngd púttersins, alúmíníum umgjörð sem er með þykkri nano nickel húðun. Það ásamt Tungsten þyngdaraukanum er það sem Ping hefir gert til þess að ná fram miðju þyngdaraflins og aukningu á MOI í Nome til þess að auka nákvæmnina. Ping Nome fæst í standard 355 gramma lengd eða í 405 gramma magapútter. Hægt er að velja um 3 mismunandi sköft allt í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og lið hennar Greenboro í 7. sæti á Pinehurst Challenge
Í gær lauk í bandaríska háskólagolfinu Pinehurst Challenge mótinu. Meðal þátttakenda var Berglind Björnsdóttir, GR og lið hennar Greenboro. Berglind stóð sig vel deildi 34. sætinu á samtals 277 höggum (73 77 77) og var með fjórða besta skorið í liðinu sínu þannig að hennar skor taldi. Greenboro liðið varð í 7. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt tóku. Emily Marron þjálfari stúlknanna var ánægð með gengið í gær. Hún sagðist m.a. ánægð með að hafa unnið Suðurríkja-liðin, það væri gott veganesti inn í ríkjamótið. Sjá má frétt á vefsíðu Greenboro um golfmótið með því að smella HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sören Hansen – 21. mars 2012
Það er danski kylfingurinn Sören Hansen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 21. mars 1974 og er því 38 ára í dag. Sören varð Danmerkurmeistari í höggleik áhugamanna 1997 og gerðist atvinnumaður seinna það ár. Hann á að baki 3 sigra á atvinnumannferli sínum: 2 á Evrópumótaröðinni (hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 1999) vann fyrsta sigurinn á Murpy´s Irish Open 2002 og síðan Mercedes-Benz Championship 2007 og 1 á Challenge Tour: þ.e. á Navision Open Golf Championship 1998. Árið 2007 komst hann á topp-50 listann á heimslistanum og var efsti Daninn á listanum. Sören Hansen var í Ryder Cup liði Evrópu 2008 en vann ekki einn einasta leik. Lesa meira
PGA: Lake Nona vann Tavistock Cup 2012 – Albany lið Tigers í 4. sæti
Tavistock Cup 2012 var sérstakt fyrir þær sakir að Tiger Woods tók þátt í ár. Hann komst í gegnum 2 daga mótsins án þess að ökklinn væri að hrjá hann, sbr. að hann varð að draga sig úr Cadillac Championship vegna ökklans 11. mars s.l. Tiger og spilafélagi hans, Justin Rose, sigruðu sýningarmót, voru á -9 undir pari, 63 höggum á 1. degi í fjórbolta og Tiger var með skor upp á 72 í gær í einstaklingskeppninni. Fjögur lið kepptu: Albany, lið Tigers (sem hafnaði í 4. og síðasta sæti) Isleworth (2. sæti), Queenwood Golf Club í Ottershaw (3. sæti), Surrey, og Lake Nona sem sigraði 4. árið í röð. Á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk leik í 27. sæti á Barton Intercollegiate
Daganna 18.-20. mars fór fram í Wilson, Norður-Karólínu í 72 Country Club of Wilson, at Pizza Inn/Barton Intercollegiate mótið. Meðal þátttakanda voru Arnór Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og lið hans í Belmont Abbey. Arnór Ingi lauk keppni með hring upp á 79 en var deginum þar áður búinn að spila á -1 undir pari, 71 höggi, sem var 3. lægsta skor hans á ferlinum. Arnór Ingi varð í 27. sæti á mótinu. Belmont Abbey liðið sem heild færðist aftur um 2 sæti frá deginum áður og lauk leik í 6. sæti af 18 háskólaliðum sem þátt tóku. Til þess að sjá úrslitafrétt um gengi Belmont Abbey liðs Arnórs Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Texas State lið Valdísar Þóru varð í 1. sæti á BYU at Entrada Classic mótinu
Í gær lauk í St. George, Utah, BYU at Entrada Classic mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Þetta var tveggja daga mót (19.-20. mars 2012) og voru þátttakendur 68 frá 12 háskólum. Meðal þátttakenda var Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Valdís Þóra spilaði hringina 3 á +29 yfir pari, 245 höggum (84 76 85). Hún lauk keppni í 47. sæti. Lið Valdísar Þóru, Texas State lauk leik í 1. sæti á mótinu. Til þess að sjá úrsltin á BYU at Entrada Classic, smellið HÉR:









