Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (7. grein af 20) – Paola Moreno

Nú er komið að því að kynna  Paolu Moreno eina af 9 stúlkum sem deildu 20. sæti á lokaúrtökumóti Q-school í desember s.l. Hún fékk spilarétt skv. kategóríu 16, þ.e. fékk takmarkaðri spilarétt heldur en þær sem 20 sem fengu fullan þátttökurétt á LPGA en þó meiri en þær sem lentu í sæti 31-40 (kategoría 20, minnstur spilaréttur í mótum LPGA).

Paola Moreno

Paula Moreno er frá Kólombíu . Hún fæddist 22. ágúst 1985 og er því 26 ára.  Paola byrjaði að spila golf 7 ára. Hún segir mömmu sína vera mesta stuðningsmann sinn og þann einstakling,sem hafi haft mest áhrif á hana. Áhugamál utan golfsins er lestur góðra bóka.

Paola var í University of Southern California, spilaði með golfliði skólans. Á háskólaárum sínum var Paola PAC-10 bæði meistari í einstaklings og liðakeppni 2008 og hlaut „Honorable Mention.“ Hún varð í 2. sæti 2007 og valin  First Team All-American þetta sama ár. Paola útskrifaðist með gráðu í hagfræði.

Í mars 2009 gerðist Paola atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Futures. Nýliðaár hennar á LPGA var 2010, en hún komst á mótaröðina í 2. tilraun sinni og 2011 var hún að reyna að hljóta aukinn þátttökurétt á LPGA.