Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2012 | 10:00

Myndskeið: Phil Mickelson kylfingur febrúarmánaðar á PGA Tour

Phil Mickelson vann svo sem mörgum er í fersku minni AT&T mótið á Pebble Beach með lokahring upp á 64 glæsihögg. Og það í einvígi við sjálfan Tiger Woods. Golfáhugamenn velja kylfing mánaðarins opinni kosningu á netinu. Avis bílaleigan verðlaunar síðan kylfing  mánaðarins með ávísun upp á $ 50.000,- (rúmum 6 milljónum íslenskra króna). Phil ákvað að verðlaunafé hans skyldi renna til stofnunar sinnar og Amy eiginkonu sinnar, sem beitir sér fyrir menntun fátækra barna.

Sjá má myndskeið um val á kylfingi febrúarmánaðar á PGA Tour með því að smella HÉR: