Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 16:00

Golfútbúnaður: Ping Nome pútterinn

Ping Nome pútterinn er nákvæmnismiðaður pútter úr áli af hæstu gæðagráðu með tungsten þyngingar í sóla.

Ping Nome er ákaflega fyrirgefandi pútter sem bætir púttstöðuna.  Miðunarlínur á Nome pútternum eru í andstöðu við hvíta miðmiðunarlínuna sem hjálapar kylfingnum með miðið í upphafi púttsins. Fyrirgefanleiki Nome skrifast á létta þyngd púttersins, alúmíníum umgjörð sem er með þykkri nano nickel húðun.  Það ásamt Tungsten þyngdaraukanum er það sem Ping hefir gert til þess að ná fram miðju þyngdaraflins og aukningu á MOI í Nome til þess að auka nákvæmnina.

Ping Nome fæst í standard 355 gramma lengd eða í 405 gramma magapútter. Hægt er að velja um 3 mismunandi sköft allt í samræmi við púttstroku kylfings: beina, með örlítilli sveigju eða mikilli sveigju (ens.: straight, slight arc og strong arc).

Kylfingar geta komist að því hvers kyns púttstroku þeir eru með, með því að smella á:  iPING putter app.