LPGA: Tseng, Hedwall og Oh í 1. sæti eftir 1. dag Kia Classic
Í kvöld og nótt var fyrsti hringurinn á Kia Classic spilaður í Carlsbad, Kaliforníu. Eftir 1. dag er það að venju nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng, sem komin er í 1. sæti mótsins, en því sæti deilir hún reyndar með Caroline Hedwall og suður-kóreanskri stúlku, Ji Young Oh. Allar spiluðu forystukonurnar á -5 undir pari 67 höggum. Fjórða sætinu deila 4 stúlkur 1 höggi á eftir forystunni, á – 4 undir pari, 68 höggum en það eru: Suzann Pettersen, frá Noregi; Brittany Lincicome og Jennifer Johnson frá Bandaríkjunum og fyrrun nr. 1 í heiminum Jiyai Shin, sem landað hefir sætum meðal efstu 5 á mótum að undanförnu. Sandra Gal Lesa meira
PGA: Dufner og Wi leiða eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational – Tiger í 4. sæti – Hápunktar og högg 1. dags
Það eru Charlie Wi og Jason Dufner, sem leiða eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational. Báðir komu þeir Wi og Dufner í hús á -6 undir pari, 66 höggum. Einn í 2. sæti er Nick Watney, 2 höggum á eftir forystunni, þ.e. á -4 undir pari, 68 höggum. Fjórða sætinu deila síðan 7 kylfingar, á -3 undir pari, 69 höggum, en þeirra á meðal eru Tiger Woods, Justin Rose og Bubba Watson. Ernie Els, sem svo sárlega þarf að vera meðal þeirra efstu til þess að eiga möguleika á þátttökumiða á Masters er í 16. sæti á -1 undir pari, 71 höggi. Meðal þátttakenda er líka barnabarn Arnie, Sam Saunders, Lesa meira
GK: Keiliskonur – takið 30. mars frá! ….þá verður Vorhátíð haldin með stæl! Hulda Soffía Hermannsdóttir var í 1. sæti á næstsíðasta púttmóti Keiliskvenna
Á púttmótið miðvikudaginn fyrir rúmri viku, 14. mars, mættu 30 Keiliskonur. Með besta skor var Hulda Soffía Hermannsdóttir með 28 glæsileg pútt. Næstar komu Margrét Sigmundsdóttir, Birna Ágústsdóttir og Vala Bjarnadóttir með 31 pútt. Síðasta mótið á púttmótaröð Keiliskvenna var í gær, 21. mars. Eftir mótið var kynning á golffötum frá www.icegolf.is, á efri hæðinni. Þann 30. mars verður vorhátíð Keiliskvenna haldin með pompi og prakt. Dagskráin verður glæsileg og verðið er mjög hóflegt. Þannig …. Keiliskonur…. takið frá 30. mars ef þið eruð ekki þegar búnar að því! Staðan eftir næstsíðasta púttmótið er hér fyrir neðan: Guðrún Bjarnadóttir 113 pútt Lesa meira
LET: Tvær franskar í forystu eftir 1. dag á Lalla Meryem í Marokkó: Jade Schaeffer og Julie Maissongrosse
Það eru tvær franskar stúlkur sem deila 1. sætinu eftir 1. dag Lalla Meryem í Marokkó en það eru Jade Schaeffer og Julie Maissongrosse. Báðar voru á -4 undir pari, 67 höggum. Þrjár deildu 3. sæti á -3 undir pari, 68 höggum: Sophie Walker frá Englandi; Rebecca Codd frá Írlandi og Linda Wessberg frá Svíþjóð. Í 6. sæti voru 6 stúlkur þar af 3 franskar: Afonso, Lagoutte-Clement og Giquel-Bettan allar á -2 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lalla Meryem smellið HÉR:
Evróputúrinn: McGrane í forystu eftir 1. dag á Trophée Hassan II í Marokkó
Í dag hófst í Agadir í Marokkó, Trophée Hassan II, sem er mót á Evrópumótaröðinni. Staðan breyttist lítið frá stöðufrétt Golf1 kl. 15 í dag. Damien McGrane hélt forystu sinni, á -7 undir pari, 65 höggum. Ekki bara það heldur var enginn sem náði skori Spánverjans Alejandro Cañizares, sem vermir 2. sætið, á -5 undir pari 67 höggum. Þriðja sætinu deildu hins vegar 7 kylfingar, þ.á.m. hinn úlnliðsmeiddi Edoardo Molinari, á -4 undir pari, 68 höggum. Á -3 undir pari, 69 höggum var hópur 8 kylfinga, sem deildu 10. sæti, þ.á.m. afmæliskylfingur dagsins Peter Lawrie. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Trophée Hassan II, smellið HÉR:
GR: Lúxus-þorskhnakkasteikur til sölu til styrktar Spánarferðar barna og unglinga í GR!
Barna- og unglingastarf GR stendur fyrir fjáröflun þessa dagana vegna æfingaferðar þeirra til Spánar í vor. Þessa vikuna eru krakkarnir að selja hágæða saltfisk. Um er að ræða léttsaltaðar þorskhnakkasteikur, í 2 kg pakkningum á aðeins 3.600 krónur, heimsent. Þetta er ótrúlega góður lúxusfiskur! Tekið er við pöntunum á netfangið atli@hofudbok.is. Heimild: grgolf.is
LET: Julie Maissongrosse hefir tekið forystuna snemma á Lalla Meryem í Marokkó
Það eru Frakkar sem eru í efstu sætum snemma dags á Lalla Meryem í Marokkó. Sú sem tekið hefir forystuna er Julie Maissongrosse, en hún kom inn á 67 höggum. Julie fékk 6 fugla og 2 skolla á hringnum og spilaði því á -4 undir pari, 67 höggum á Golf de l´Ocean golfvellinum sem er par-71. Í 2. sæti sem stendur eru landa hennar Sophie Giquel-Bettan og sænska stúlkan Carin Koch, sem búnar eru að spila á – 2 undir pari, 69 höggum, hvor og nokkrar við það að ljúka leik á sama skori. Golf 1 verður með stöðufrétt seinna í dag fra Lalla Meryem mótinu í Marokko. Till þess að Lesa meira
Evróputúrinn: Írinn Damien McGrane tekur forystuna í Marokkó
Í Agadir, í Marokkó fer nú fram Trophée Hassan II mótið. Allir eru komnir út, þeir síðustu hófu leik fyrir 20 mínútum og þó nokkrir hafa þegar lokið leik. Forystuna snemma dags hefir Írinn Damien McGrane tekið, en hann kom inn í morgun á glæsilegu skori á -7 undir pari, 65 höggum. Skorkort Damien er ansi skrautlegt og það gekk á ýmsu á hringnum hjá honum. Hann var með 3 skolla, 8 fugla og 1 örn, en örninn kom á par-5 10. brautinni. Einn í 2. sæti sem stendur er Spánverjinn Alejandro Cañizares á -5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila sem stendur 5 kylfingar, sem búnir eru að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter Lawrie – 22. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Írinn Peter Lawrie, en hann er fæddur í Dublin 22. mars 1974 og því 38 ára í dag. Hann vann Irish Amateur Closed Championship 1996 og gerðist atvinnumaður í kjölfarið árið 1997. Það tók hann nokkur ár að komast á Evróputúrinn en 4. sætið á Challenge Tour stigalistanum 2002 og þ.á.m sigur í Challenge Tour Grand Final varð til þess að hann fékk loks kortið. Lawrie þakkar sveifluþjálfa sínum Brendan McDaid árangurinn. Lawrie varð fyrsti Írinn til þess að verða Sir Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum. Hann hefðir síðan þá verið meðal 100 efstu á Order of Merit, en besti árangur hans er 36. sætið árið Lesa meira
Stefnumótunarfundur GSÍ n.k. laugardag 24. mars
Þing Golfsambands Íslands, haldið í Garðabæ 19. nóvember 2011, samþykkti að efna til stefnumótunarvinnu um framtíðarsýn, hlutverk, skiplag, verkefni og fjármögnun Golfsambandsins næstu árin. Stjórn GSÍ var falið að skipa sjö manna nefnd til að fara fyrir verkefninu og leggja drög að framangreindu á grundvelli þeirra tillagna, sem nefndinni berast. Nefndin hefur ákveðið að efna til stefnumótunarfundar sem haldin verður í formi „þjóðfundar“ n.k. laugardag 24. mars frá kl.13-17, þar sem ætlunin er að ræða starfsemi golfsambandsins í sem víðasta skilningi og í framhaldinu leggja mat á hvaða verkefni ber að leggja áherslu á í stefnu og starfsemi sambandsins til næstu ára. Leitað var til golfklúbbanna um að tilnefna fulltrúa Lesa meira










