Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 13:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og lið hennar Greenboro í 7. sæti á Pinehurst Challenge

Í gær lauk í bandaríska háskólagolfinu Pinehurst Challenge mótinu.  Meðal þátttakenda var Berglind Björnsdóttir, GR og lið hennar Greenboro.

Berglind stóð sig vel deildi 34. sætinu á samtals 277 höggum (73 77 77) og var með fjórða besta skorið í liðinu sínu þannig að hennar skor taldi. Greenboro liðið varð í 7. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Emily Marron þjálfari stúlknanna var ánægð með gengið í gær. Hún sagðist m.a. ánægð með að hafa unnið Suðurríkja-liðin, það væri gott veganesti inn í ríkjamótið.

Sjá má frétt á vefsíðu Greenboro um golfmótið með því að smella HÉR: