Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Texas State lið Valdísar Þóru varð í 1. sæti á BYU at Entrada Classic mótinu

Í gær lauk í St. George, Utah, BYU at Entrada Classic mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Þetta var tveggja daga mót (19.-20. mars 2012) og voru þátttakendur  68 frá 12 háskólum.

Meðal þátttakenda var Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Valdís Þóra spilaði hringina 3 á +29 yfir pari, 245 höggum  (84 76 85). Hún lauk keppni í 47. sæti.

Lið Valdísar Þóru, Texas State lauk leik  í 1. sæti á mótinu.

Til þess að sjá úrsltin á BYU at Entrada Classic, smellið HÉR: