Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 23:45

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór varð í 10. sæti á Carter Plantation Intercollegiate

Kristján Þór Einarsson, GK, varð  í 10. sæti á Carter Plantation Intercollegiate, sem fram fór á einkennisvelli David Toms, Carter Plantation Golf Course í Springfield, Louisiana. Golfvöllurinn er hluti af Louisiana Audubon Golf Trail. Kristján spilaði á 223 höggum (70 75 78). Pétur Freyr Pétursson, GR varð í 47. sætinu á 244 höggum (84 76 84) og Andri Þór Björnsson, GR, varð í 50. sæti á 246 höggum (79 81 86). Lið Nicholls State deildi 9. sæti ásamt Mc Neese State á samtals 946 höggum. Til þess að sjá úrslitin á Carter Plantation mótinu smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk lauk leik í 22. sæti í C&F Bank Intercollegiate

Á Kingsmill Resort River golfvellinum í Williamsburg, Virginíu fór fram C&F Bank Intercollegiate. Mótið stóð dagana 18.-20. mars 2012 og þáttakendur voru 110 frá 21 háskóla.  Meðal þátttakenda var Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og lið hennar St. Leo.  Ragna Björk vann m.a. það frækilega afrek í gær að fara holu í höggi, en draumahöggið sló hún á par-3 5. brautinni á Kingsmill á 2. hring sínum í mótinu. Lokahringurinn var spilaður í kvöld. Ragna Björk lauk leik í 22. sæti, sem hún deildi með 2 öðrum. Hún var á samtals + 21 yfir pari, 234 höggum (77 78 79). Lið Rögnu Bjarkar, St. Leo er í 3. sæti af háskólaliðunum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 21:40

Hver er munurinn á PGA og LPGA í 5 atriðum? Brock Mackenzie bróðir Paige kitlar hláturtaugarnar!

Bandaríski LPGA kylfingurinn Paige Mackenzie er í uppáhaldi hjá mörgum. Á RR Donnelley LPGA Founders Cup, sem fram fór nú um helgina og nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, sigraði svo eftirminnilega á, spilaði Paige m.a. og var með bróður sinn Brock, á pokanum. Brock spilar á Nationwide Tour. Eftir að hafa verið kaddý systur sinnar taldi Brock sig hafa hlotið dýpri innsýn í hver munurinn á PGA og LPGA mótaröðunum væri.  Hann tweetaði um atriðin 5, sem hann taldi skilja mótaraðirnar að og fer hér í lauslegri þýðingu (til að sjá upprunalega tweet Brock smellið HÉR:) Nokkrir kunnir tengdir golfinu tjá sig síðan um tweet Brock (m.a. golffréttapenninn Beth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 20:10

Ernie Els vonsvikinn og reiður fyrir að hafa misst af tækifæri til sigurs á Transitions mótinu

Ernie Els er vonsvikinn og reiður eftir að hafa eyðilagt frábæran möguleika á að binda endi á sigurleysi sitt á Transitions Championship s.l. helgi, en finnst að hann geti enn hlotið þátttökurétt á U.S. Masters í næsta mánuði. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum frá Suður-Afríku fékk skolla á síðustu 2 holurnar í Flórída og var aðeins 1 höggi frá því að vera með í 4 manna umspili sem Luke Donald vann síðan. „Ég hef sagt það í gegnum feril minn að í hvert sinn sem ég tía upp spila ég til þess að sigra þannig að í hvert sinn sem ég fæ tækifæri til þess og tekst ekki ætlunarverkið þá er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (6. grein af 20) – Jacqui Concolino

Hér á næstu 3 dögum verður fjallað um þær 9 stúlkur sem deildu 20. sæti á Q-school LPGA í desember s.l. Þær eru eftirfarandi: T20 T19 Lizette Salas E  F 5 72 78 71 72 72 365 Top-20 (Priority List Category 11) T20 T53 Danah Bordner -4  F 5 72 72 76 77 68 365 T20 T34 Veronica Felibert -2  F 5 76 73 74 72 70 365 T20 T29 Lacey Agnew -1  F 5 76 73 71 74 71 365 T20 T29 Sophia Sheridan -1  F 5 75 74 71 74 71 365 T20 T16 Min Seo Kwak 1  F 5 71 74 72 75 73 365 T20 T11 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull – 20. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 16 ára í dag. Charley er einn efnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst í fréttirnar nú nýverið þar sem hún fær ekki að taka þátt í Curtis Cup í sumar vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og kemst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, smellið HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arjun Atwal, 20. mars 1973 (39 ára);  Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (28 ára) … og … Anna Maggý F. 20. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór spilaði best allra í Nicholls á Carter Plantation Intercollegiate

Íslendingaliðið í Nicholls State University tekur þátt í 2 daga móti, 19.-20. mars 2012: Carter Plantation Intercollegiate. Gestgjafi er golflið Southeastern Louisiana University. Spilað er á Carter Plantation Golf Course í Springfield, Louisiana. Völlurinn, sem er 8 ára gamall, er einkennisvöllur  David Toms, sem spilar á PGA Tour og er hluti af Louisiana Audubon Golf Trail. Þau háskólalið sem þátt taka ásamt Nicholls Colonels og gestgjöfunum í Southeastern eru: Arkansas-Little Rock, Central Arkansas, Jackson State, Jacksonville State, ULM, McNeese State, Oakland University og Stephen F. Austin. Eftir 2 hringi á Carter Plantation Intercollegiate er það Kristján Þór Einarsson, GK, sem búinn er að spila best allra er T-7, á samtals 145 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Finnbjörnsson á 71 höggi á Barton Intercollegiate

Daganna 18.-20. mars fer fram í Wilson, Norður-Karólínu  í 72 Country Club of Wilson, at Pizza Inn/Barton Intercollegiate mótið. Meðal þátttakanda eru Arnór Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og lið hans í Belmont Abbey. Belmont Abbey liðið byrjaði vel, kom inn á skori upp á 297 högg eftir fyrsta hring, þar sem Arnór átti lægsta skor allra, -1 undir pari, 71 högg. Þetta er 3. besti árangur Arnórs á ferlinum. Arnór deilir 9. sætinu, sem stendur, ásamt öðrum. Golf 1 óskar Arnóri og Belmont Abbey góðs gengis á lokahringnum, sem spilaður verður í dag! Til þess að sjá grein um Arnór á íþróttasíðu Belmont Abbey smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 01:30

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra í 31. sæti á BYU at Entrada Classic

Í kvöld voru spilaðir fyrstu 2 hringirnir á BYU at Entrada Classic mótinu í St. George, Utah. Þátttakendur eru 68 frá 12 háskólum. Þetta er tveggja daga mót (19.-20. mars 2012) og verður lokahringurinn spilaður á morgun. Meðal þátttakenda er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Hún er búin að spila hringina 2 á +16 yfir pari, 160 höggum (84 76) og deilir 31. sætinu ásamt 4 öðrum. Lið Valdísar Þóru, Texas State er í 1. sæti á mótinu. Golf 1 óskar Valdísi Þóru og Texas State góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BYU at Entrada Classic, smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 00:15

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk fór holu í höggi í Virginíu

Á Kingsmill Resort River golfvellinum í Williamsburg, Virginíu fer fram C&F Bank Intercollegiate. Meðal þátttakenda er Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og lið hennar St. Leo.  Ragna Björk vann það frækilega afrek að fara holu í höggi, en draumahöggið sló hún á par-3 5. brautinni á Kingsmill á 2. hring sínum í mótinu. Mótið stendur dagana 18.-20. mars 2012 og þáttakendur eru 110 frá 21 háskóla. Ragna Björk deilir 22. sætinu með Stephanie Eybers frá St. John.  Lið Rögnu Bjarkar, St. Leo er í 2. sæti af háskólaliðunum. Golf 1 óskar Rögnu Björk innilega til hamingju með ásinn og góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn á Lesa meira