
Afmæliskylfingur dagsins: Sören Hansen – 21. mars 2012
Það er danski kylfingurinn Sören Hansen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 21. mars 1974 og er því 38 ára í dag. Sören varð Danmerkurmeistari í höggleik áhugamanna 1997 og gerðist atvinnumaður seinna það ár. Hann á að baki 3 sigra á atvinnumannferli sínum: 2 á Evrópumótaröðinni (hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 1999) vann fyrsta sigurinn á Murpy´s Irish Open 2002 og síðan Mercedes-Benz Championship 2007 og 1 á Challenge Tour: þ.e. á Navision Open Golf Championship 1998.
Árið 2007 komst hann á topp-50 listann á heimslistanum og var efsti Daninn á listanum. Sören Hansen var í Ryder Cup liði Evrópu 2008 en vann ekki einn einasta leik.
Hann spilaði í heimsbikarnum (ens.: World Cup) f.h. Danmerkur á árunum 1998, 2001, 2002, 2005 and 2007.
Þann 11. ágúst 2009, var Hansen ákærður fyrir skattasniðgöngu af dönskum skattyfirvöldum fyrir að segja heimilisfesti sína vera í Monaco þegar þann bjó í raun í Danmörku. Þann 10. maí var Hansen sektaður um $ 1.1 milljón (u.þ.b. 127 milljónir íslenskra króna) fyrir skattasniðgöngu.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael McCullough, 21. mars 1945 (67 ára); Karen Lunn, 21. mars 1966 (46 ára); Stewart Cink, 21. mars 1973 (39 ára)
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021