Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 20:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 11 – Real Club de Golf Sotogrande

Golfvöllur Real Club de Golf Sotogrande var hannaður af einum virtasta golfvallarhönnuði heims, Robert Trent Jones, sem hannaði aðra fræga velli í Andalucíu, m.a. Valderrama, sem áður hefir verið kynntur sjá HÉR: 

Frá Real Club de Golf Sotogrande

Real Club de Golf í Sotogrande gengur undir nafninu „gamli völlurinn“ (opnaði 1964) en Valderrama „nýi völlurinn“ (opnaði 10 árum síðar, 1974) meðal staðkunnugra.

Þetta er golfvöllur sem allir kylfingar njóta. Hann er umvafinn furutrjám, eucalyptus trjám og veglegum eikartrjám, ekki að ógleymdum fallegu pálmatrjánum. Reynið að slá í pálmatré og ná bolta úr því! Trén eru í mörgum tilvikum ágætis hindranir. Á vellinum eru líka margar erfiðar vatnshindranir, erfiðar vegna þess að það er svo auðvelt að gleyma sér á þessum yndislega golfvelli í allri fegurð umhverfisins og útsýnisins út á Miðjarðarhafið.

Auk 18 holu keppnisvallarins er alveg ágætis par-3 9 holu völlur sem er tilvalinn fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta púttin.

Upplýsingar:

Til þess að komast á heimasíðu Real Club de Golf Sotogrande smellið HÉR: 

Heimilisfang: Paseo del parque s/n, San Roque 11310 Sotogrande, Cádiz

Sími: +34 956 785016

Fax: +34 956 795029

Tölvupóstfang: info@golfsotogrande.com

Leiðbeiningar ef lent er í Malaga: keyrið eftir N-340 og takið útkeyrsluna við km 130.