The Masters 2012: Couples og Dufner leiða eftir 2. hring á Mastersmótinu – viðtöl
Fred Couples leiðir „The Masters 2012″ þegar mótið hálfnað ásamt landa sínum, Jason Dufner frá Flórída sem svo sannarlega blómstrar á þessu ári, er efstur eða ofarlega á hverju mótinu í röð. Vera Couples á toppnum er nokkuð merkileg því í ár eru nákvæmlega 20 ár frá því hann vannn Masters mótið síðast. Nú er hann að keppa við marga kylfinga sem eru margfalt yngri en hann t.a.m. var Rory McIlroy aðeins 2 ára þegar Freddie vann mótið góða fyrir 20 árum, svo hlutirnir séu settir í samhengi. Eftir 2. hring var tekið viðtal við Fred Couples sem sjá má HÉR: Í viðtalinu kemur m.a. fram að The Masters sé Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og lið UNCG í 11. sæti á Bryan National Collegiate mótinu
Í gær birtist frétt þess efnis að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir væri í 2. sæti í Bryan National Collegiate mótinu, sem fram fer á Bryan Park Players golfvellinum í Greenboro, Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 93 kylfingar frá 17 háskólum. Það sem ekki kom fram í frétt gærdagsins er að gestgjafi mótsins er University of North Carolina at Greensboro (UNCG), sem er háskólinn þar sem Berglind Björnsdóttir, GR stundar nám og spilar með golfliði skólans. Berglind er að sjálfsögðu með í mótinu og spilaði í gær á +7 yfir pari, 79 höggum og deilir sem stendur 63. sætinu með 8 öðrum, þ.á.m. Courtney Taylor liðsfélaga sínum. Lið UNCG er í 11. sæti í Lesa meira
The Masters 2012: Fred Couples og Jason Dufner deila 1. sætinu þegar The Masters er hálfnað
Það eru Fred Couples og Jason Dufner, sem deila 1. sætinu þegar The Masters er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á samtals -5 undir pari, samtals 139 höggum; Couples (72 67) og Dufner (69 70). Þriðja sætinu deila 5 kylfingar: Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Rory McIlroy, Sergio Garcia og Bubba Watson, allir 1 höggi á eftir forystunni, á samtals -4 undir pari, samtals 140 höggum hver. Áttunda sætinu deila 3 kylfingar Paul Lawrie, Matt Kuchar og Miguel Angel Jimenez á -3 undir pari, samtals 141 höggi. Martin Kaymer komst loks í gegnum niðurskurð, en honum hefir ekki áður tekist það, enda hentar Augusta National spilastíl hans ansi illa. Kaymer deilir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 2. sæti á Bryan National Collegiate eftir 1. dag
Í dag hófst á Bryan Park Players golfvellinum í Greenboro í Norður-Karólínu, Bryan National Collegiate. Þátttakendur eru 93 úr 17 háskólum. Meðal þátttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í Wake Forest. Eftir 1. dag mótsins deilir Ólafía Þórunn 2. sætinu með 5 öðrum stúlkum, en allar spiluðu þær á -1 undir pari, á 71 höggi, hver, í dag. Ólafía spilaði langbest allra í Wake Forest. Cheyenne Woods liðsfélagi Ólafíu Þórunnar spilaði á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir 13. sætinu ásamt 9 öðrum. Lið Wake Forest er í 4. sæti af háskólaliðunum, sem þátt taka. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Wake Forest góðs gengis í Lesa meira
Viðtalið: Sasha Wendland frá Þýskalandi
Cádiz Cup fór fram á Arcos Gardens 5. maí 2011. Cádiz Cup er boðsmót og voru Heimsferðir og Golf1.is voru fulltrúar Íslands, þ.e. var boðin þátttaka í 3 daga ferð, þar sem m.a. var boðið upp á Flamenco dans, sem er stór þáttur í menningu Cadiz og reyndar alls Andaluciuhéraðs, sem og spil á nokkrum helstu golfvöllum Cadiz alla 3 dagana. Hápunktur ferðarinnar var Cádiz Cup boðsmótið, sem fram fór á hinum ægifagra Arcos Gardens golfvelli. Frá golfvellinum er m.a. eitt fallegasta útsýni yfir „hvíta bæinn” Arcos de la Frontiera. Þetta var kært tækifæri til þess að stækka tengslanetið og kynnast starfsbræðrum og systrum um alla Evrópu, sem öll starfa við Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jessica Yadloczky?
Jessica Yadloczky fæddist 4. október 1988 í Winter Park, Flórída og er því 23 ára. Hún veit það sjálfsagt ekki en hún á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Nína Björk Geirsdóttir (1983) og Sunna Víðisdóttir (1994). Jessica útskrifaðist 2010 frá University of Flórída með gráðu í afbrotafræðum (Criminology). Öll háskólaár sín spilaði hún golf með golfliði skólans. Árið eftir útskrift gerðist Jessica atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Futures Tour, en síðan reyndi hún fyrir sér í Q-school LET, rétt eins og Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir og varð í 7. sæti og spilar því á LET á 2012 keppnistímabilinu. Meðal áhugamála sinna segir Jessica að séu skoðunarferðir og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock – 6. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Robert Rock. Rock fæddist 6. apríl 1977 og er því 35 ára í dag. Sjá má nýlega grein Golf 1 um afmæliskylfinginn með því að smella HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (28 ára)…. og …. Bogi Agustsson F. 6. apríl 1952 (60 ára stórafmæli!!!) Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (46 ára) ( Árni Björn Guðjónsson F. 6. apríl 1949 (63 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
The Masters 2012: Louis Oosthuizen líður vel í 2. sæti The Masters
Louis Oosthuizen var á góðu skori, 68 höggum og er í 2. sæti eftir 1. hringinn á Augusta. Eftir hringinn grínaðist hann engu að síður með það að hann væri súr yfir að hafa ekki jafnað lokaskor landa síns Charl Schwartzel. Fyrir 12 mánuðum síðan fékk Schwartzel eftirminnilega 4 fugla á lokaholunum þegar hann nældi sér í fyrsta risamótsvinninginn og Oosthuizen tókst næstum að endurtaka afrek landa síns í gær (Skírdag – 1. dag The Masters). Sigurvegari Opna breska 2010 (Oosthuizen fékk 4 fugla á síðustu 5 holunum, en hann varð að sætta sig við par á par-3 16. brautinni (Redbud – sem Skrúður á Garðavelli á Akranesi – 3. holan Lesa meira
Fangi með lögreglustjórann í golftíma
„Hver segir að allar bestu golffrétirnar komi frá Augusta í þessari viku? Í Los Angeles Times er grein um þjóf sem færður var úr miðbæjarfangelsinu í LA og út á Catalina Island og tók þar lögreglustjórann í golfkennslutíma. Fréttin í LA Times er eftirfarandi: „Litla fangelsið á Catalina Island er ekkert á við hið alræmda Alcatraz. Spyrjið bara Frank Carrillo. Atvinnukylfingurinn (Frank Carillo), sem jafnframt er dæmdur skartgripaþjófur trúði varla hversu heppinn hann var þegar hann var fluttur til úr drungalega klefanum sínum í miðbæjarfangelsi LA og leyft að verja tíma sínum á hinni sólríku túristaeyju (Catalina Island). En það góða batnaði bara þegar hann hitti lögreglustjórann í Los Angeles Lesa meira
The Masters 2012: Phil Mickelson bjartsýnn þrátt fyrir slælega byrjun á 1. hring Masters
Phil Mickelson tók „Tarzan“ á þetta þegar hann kom inn á +2 yfir pari, 74 höggum á fyrsta hring The Masters í Augusta National. Hinn 41 ára Bandaríkjamaður (Mickelson) fékk skramba, 7 högg á par-4 10. brautina (Camelia) – erfiðustu braut The Masters í gegnum tíðina – Hún hefir reynst öllum erfið í þessu blautviðri sem er í Augusta… t.a.m. fékk Lee Westwood fékk annan af báðum skollum sínum á 10. braut á 1. hring. Hins vegar fékk Phil líka fugla á 15.braut!!!! (sjá um það nýlega grein Golf 1 HÉR: ) og 18. braut, sem juku líkurnar á að hann komist í gegnum niðurskurð, en hann hefir aðeins 1 Lesa meira









