Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Jessica Yadloczky?

Jessica Yadloczky fæddist 4. október 1988 í Winter Park, Flórída og er því 23 ára. Hún veit það sjálfsagt ekki en hún á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Nína Björk Geirsdóttir (1983) og Sunna Víðisdóttir (1994).

Jessica Yadloczky.

Jessica útskrifaðist 2010 frá University of Flórída með gráðu í afbrotafræðum (Criminology). Öll háskólaár sín spilaði hún golf með golfliði skólans.  Árið eftir  útskrift gerðist Jessica atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Futures Tour, en síðan reyndi hún fyrir sér í Q-school LET, rétt eins og Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir og varð í 7. sæti og spilar því á LET á 2012 keppnistímabilinu.  Meðal áhugamála sinna segir Jessica að séu skoðunarferðir og að fara ræktina.

Til þess að fræðast nánar um það hvað Jessica hefir verið að gera að undanförnu (LET Rookie blog) smellið HÉR: