Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 23:25

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 2. sæti á Bryan National Collegiate eftir 1. dag

Í dag hófst á Bryan Park Players golfvellinum í Greenboro í Norður-Karólínu, Bryan National Collegiate. Þátttakendur eru 93 úr 17 háskólum. Meðal þátttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í Wake Forest.

Eftir 1. dag mótsins deilir Ólafía Þórunn 2. sætinu með 5 öðrum stúlkum, en allar spiluðu þær á -1 undir pari, á 71 höggi, hver, í dag.   Ólafía spilaði langbest allra í Wake Forest.

Cheyenne Woods liðsfélagi Ólafíu Þórunnar spilaði á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir 13. sætinu ásamt 9 öðrum.

Lið Wake Forest er í 4. sæti af háskólaliðunum, sem þátt taka.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Wake Forest góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Bryan National Collegiate smellið HÉR: